Skíðaferð til Dalvíkur
Sósi, Lomma, Saga og hin krakkaófétin (ásamt kærasta ófétinu sem Stefanía er með í eftirdragi) skelltu sér á skíði til Dalvíkur síðastliðna helgi og heppnaðist ferðin svona líka sérdælis vel. Lommukvikindið sló í gegn í brekkunum í gömlum skíðasamfestingi af mömmu sinni sem hún heimtaði að taka með. Lomman neitaði síðan að fara úr helvítis pokanum alla ferðina og svaf meira að segja í honum í efri koju alla ferðina (fór meira að segja í honum í vinnuna í morgun). Ekki veit Sósi hvað henni gekk til með þessum fíflagangi en það ljómaði þó af Lommunni alla helgina og það er fyrir öllu. Sósi vonar til Guðs að hún fáist til þess að fara úr fjárans samfestingum í lok vikunnar en er þó ekkert sérstaklega vongóður.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli