Lomman í 1. sæti á Dalvík
Lommuhelvítið nældi sér í gullpéning á árlegu skíðamóti sem haldið var á Dalvík um helgina er hún tók þátt í svigmóti 10 ára og yngri. Einhvern vegin í fjáranum tókst kellingunni að villa á sér heimildir og vinna með sviksamlegum hætti til fyrstu verðlauna og óskum við hér á Sósi.is henni hjartanlega til hamingju með svikaráðin. Hér til hliðar má sjá Lommuna taka við verðlaunakransinum sem fylgdi gullinu en hann var um einn fermetri að stærð. Að sjálfsögðu skartaði Lomman gríntönnunum sínum sem hún notar óspart við hin ýmsu tilefni þ.a.m. við verðlauna afhendingar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli