þriðjudagur, janúar 22, 2008

Björn Ingi í milljón króna Boss jakkafötum

Björn Ingi Hrafnsson eða "Bingi Boss" eins og hann er nú kallaður á meðal flokksbræðra sinna, keypti sér milljón krónu Boss jakkaföt hjá Sævari Kalli í aðdraganda síðustu borgarstjórnarkosninga og borgaði herlegheitin úr kosningasjóði flokksins. Sósi tók hús á Binga nú í vikunni og spurði hann hvort að honum þætti þetta eðlilegt. "Já blessaður mar, það gera þetta allir, spurðu bara Sarkósí, Júlíaní, Lenín og alla þessa kalla, þeir hafa aldrei borgað krónu í fataleppa, allavega ekki svo ég viti til" sagði Bingi og glotti viðbjóðslega við tönn svo skein í fúlan tanngarðinn. " En átt þú þá ekki að gefa þetta upp til skatts spurði þá Sósi. "Skatts, hvað er nú það, eru það einhver góðgerðarsamtök? Nei, ég kaupi jóladagatal einu sinni á tveggja ára fresti og læt það nægja til þess að friða samviskuna" sagði Bingi að lokum skælbrosandi í Framsóknarfötunum.

Engin ummæli: