Sósi hefur fyrir því áreiðanlegar heimildir að upplausn ríki nú í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins, og að hin "Fimm fræknu" Hanna, Fífill, Gísli, Kjarri og Tobba séu að brugga launráð gegn Villa Vill.
"Við ætlum að róa honum út á ballarhaf, henda honum útbyrðis og skilja hann þar einan eftir. Hann fær ekki einu sinni kút til þess að halda sér á floti, fjandans hárkollusnúðurinn" sagði Gísli Marteinn talsmaður "Fimm" hópsins í stuttu viðtali við Sósa er hann var að gera bátinn klárann í Reykjavíkurhöfn í morgun.
"Það er einnig von á bók frá okkur þar sem ekkert verður dregið undan í viðskiptum okkar við hárkollupunginn" sagði Gísli að lokum, lafmóður við að ýta úr vör.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli