fimmtudagur, janúar 24, 2008

Litla hafmeyjan komin í leitirnar

Sósa voru að berast þær fréttir að vísindamenn hjá hinni virtu geimferðarstofnun NASA hefðu fundið styttuna af Litlu hafmeyjunni á pláhnetunni Mars. Hafmeyjan hefur verið týnd í þónokkurn tíma og ekkert hefur til hennar spurst, en hún er nú komin í leitirnar. Ekki eru menn á eitt sáttir hvernig í fjáranum styttan komst alla þessa leið, en líklegasta skýringin þykir þó sú að íslenskir athafnamenn hafi verið að gera djók í frændum sínum dönum, sem hafa um nokkurra ára skeið látið eins og Þrándur úr Götu og nýtt hvert tækifæri sem gefist hefur til þess að bregða fyrir þá fæti í útrás sinni í Danaveldi. Er Sósi bar þessar fréttir undir einn viðskiptamógúlinn í heitapottinum í morgun, brosti hann út í annað og sagði "djös djókur mar".



Engin ummæli: