fimmtudagur, ágúst 07, 2008

Jónína Ben aldrei litið betur út

Jónína Benediktsdóttir sem trítað hefur landann í Póllandi við allskonar iðrakveisum og exemi við góðan orðstír, hefur sjálf tekið stakkaskiptum að eigin sögn bæði í iðrum og útliti. "Ég er sjálf búin að vera í þessari meðferð sem ég hef verið að fara með landa mína í og ég sé svo sannarlege ekki eftir því" sagði Jónína sem stödd er í Póllandi þessa dagana að skipuleggja næsta season sem byrjar í september. Jónína vildi ekki gefa það upp hvort að hún væri búin að láta blása í brjóstin á sér en sagði þó að ef konur væru að spá í að láta stækka á sér brjóstin þá væri hægt að fá slíka meðferð fyrir slikkerí í Póllandi eins og allt annað. "Þú mátt alltaf koma austur og leika" sagði svo Jóna að lokum svo Sósa rann kallt hland milli rifja yfir þessum jussulegum lokaorðum.
Furðufugl tók þátt í Dragkeppni í Óperunni í gær

Það brá mörgum í brún þegar ástmögur þjóðarinnar, Ástþór Magnússon fyrrverandi forsetaframbjóðandi og friðardúfa steig öllum að óvörum á stokk í Óperunni í gærkveldi í hinni árlegu Dragkeppni sem haldin er í tengslum við "Hinsvegins daga" ár hvert. Ástþór kom fram í viðbjóðslegu korseletti og pungdulu með bjór í hendi og dansaði trylltan dans í takt við ærandi tóna Bary Manillow. Mörgum varð svo mikið um að þeir þurftu að yfirgefa salinn, gjörsamlega í losti yfir uppátækinu. Á meðan á dansinum stóð beindi Ástþór reglulega trylltu augnaráði sínu að viðstöddum svo mörgum lá við yfirliði. Er Sósi náði í kauða baksviðs eftir atriðið og innti hann eftir því hví hann hefði ákveðið að taka þátt, sagði hann "ég er að vekja athygli á nýju friðarverkefni sem ég er með í pípunum, sem felst í því að selflytja slatta af hommum og gommu af lesbíum til Íran til þess að ræða við Íransforseta um kjarnorkuáætlun þjóðarinnar" klóraði sér letilega í rauðu dulunni og gekk letilega í burtu með starandi augnaráð geðsjúklingsins.

miðvikudagur, ágúst 06, 2008

Borgarfjörður-Eystri, ertu að grilla í mér?
Kótilettu eltingarleikurinn (öll sagan)
Lomman eltist við kótilettur á fjöllum

Á myndinni hér til hliðar má sjá Lommukvikindið er hún tók trylling á fjöllum í hringferð þeirra hjóna á dögunum. Ekki er vitað af hverju tryllingurinn hljóp í kellinguna, en Sósa grunar að hún hafi einfaldlega verið orðin svöng blessunin og ætlað að ná sér í fjallakótilettur fyrir slikk.

þriðjudagur, ágúst 05, 2008

Samfylking og Vinstri-Grænir aftur til valda í borginnni?

Sósa barst það til eyrna nú á dögunum að Samfylkingin og Vinstri-Grænir sæju nú loks tækifæri á því að komast aftur til valda í borginni í kjölfar mikils vandræðagangs á sitjandi meirihluta undanfarnar vikur og mánuði.
Þessar raddir fengu byr undir báðar hendur er Sósi rakst á þau skötuhjú Dag Bjé Egg og Svandís Svavars í sleik undir húsvegg í gamla biðbænum. "Já það má eiginlega segja það, að það sé farið að hitna verulega í kolunum" sagði Dagur útúrsleiktur og ringlaður er Sósi spurði hann hvort sögusagnirnar væru réttar.

fimmtudagur, júlí 10, 2008

Skemmtilegir hlutir að gerast á sauðfjársetrinu

Sauðfjársetur á Ströndum opnaði á dögunum sérsýningu um eina
frægustu kind Íslandssögunnar, hina fótfráu og stórgáfuðu Herdísarvíkur-Surtlu. Á sýningunni, sem verður uppi til sumarloka, segir frá ævi og örlögum kindarinnar og þar gefur einnig að líta höfuð Surtlu sem Sauðfjársetrinu var góðfúslega lánað af Sigurði Sigurðarsyni dýralækni. Árin 1951 og 1952 var Surtla hundelt af smölum, hundum og skotmönnum, en þá fóru fram fjárskipti á svæðinu frá Hvalfirði að Rangá vegna mæðiveikinnar. Óhætt er að segja að kindin hafi orðið goðsögn í lifanda lífi, en fjárskiptayfirvöld gripu að lokum til þess örþrifaráðs að leggja fé til höfuðs henni. Eftir margra klukkustunda eltingaleik þann 30. ágúst 1952 var Surtla felld ofan við Herdísarvík, en örlög hennar vöktu mikla athygli og hörð viðbrögð fjölmargra sem töldu að kindin hefði átt skilið að lifa, enda bersýnilega ekki mæðiveik (tekið af vef Sauðfjárseturs á Ströndum).
Páll Ramses alveg gapandi hissa á íslenskum stjórnvöldum

Blökkumaðurinn, keiluspilarinn og postlínssafnarinn Páll Ramses er alveg gapandi hissa á því að íslensk stjórnvöld hafi vísað honum af landi brott. Í stuttu viðtali við Sósa á dögunum sagði Ramses að hann mynd gjalda líkum líkt og nú væri það auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. "Ég hef svo sem tekið svona slag áður og farið með sigur af hólmi. Ég á svo sem ekki margar tennur eftir en þetta ætti að duga" sagði Ramses, galopnaði ginið og skellihló svo undirtók í berum gómunum.

þriðjudagur, júlí 08, 2008

Svona litur 20 ára gamlir gönguskór Sósa er hann kom til byggða!
Sósi hætt kominn á fjöllum

"Urð og grjót upp í mót, ekkert nema urð og grjót" sönglaði Sósi er hann tölti áfram í jóreyknum sem stóð aftan úr Litlu-Lommu sem skeiðaði einstigið upp á fjallið Keili á Laugardaginn var. Er upp var komið, eftir að hafa þurft að skríða í urðinni til þess að komast á toppin og nokkur illúðugleg augnaráð annarra göngumanna sem trúðu ekki eigin augum að Sósi og Lomma (sem allra jafna eru skynsamt fólk) væru að klifra í stórgrýttri urð með 5 ára gamalt barn sem undanfara, blasti við göngufólki stórbrotið útsýni til allra átta. Litla Lomma blés ekki úr nös en aðra sögu var að segja um aðra fjölskyldumeðlimi sem vöru með í för. Eftir að hafa skrifað í gestabókina og varpað öndinni léttara, tók við ekki síður erfið fjallganga niður á við. Sem fyrr létu Sósi og Lommukvikindið Litli-Lommu leiða hópinn, enda fráust á fæti og úthaldsmest í hópnum. En er komið var niður í miðja hlíð fór að síga á ógæfuhliðina hjá Sósa, sem hafði ekki tekið eftir því að hafa lagt af stað í þessa örlagaríku ferð í 30 ára mölétnum gönguskóm sem fyrir löngu voru komnir af léttasta skeiðinu. Smátt og smátt fór að kvarnast úr sóla Sósa og ekki leið á löngu þangað til ekkert var eftir af sólanum nema tómið eitt. Sósa tókst þó með allnokkru harðfylgi að komast klakklaust niður basaltbreiðuna og í skjól fyrir grjótmulningnum. Eftir að hafa skafið allra stærstu hnullungana úr ilinni var ákveðið að halda áfram för þó Sósi væri særður mjög. En ekki tók þá betra við, því nú fór að kvarnast all verulega úr hægri sólanum sem smátt og smátt hvarf í rykið svo Sósi stóð því sem næst berfættur í grýttu apalhrauninu sem umlukti allt. Sósi komst þó að lokum helsærður til byggða með dyggri aðstoð Litlu og Stóru-Lommu sem grétu alla leiðina úr hlátri svo stór sá á hraunbreiðunni. Hér til hliðar má sjá er sólinn á skó Sósa var farinn að gefa eftir.

föstudagur, júlí 04, 2008

Elli massa timbraður!

Sósi tók hús á Sprellanum í gær og skellti í sig nokkrum köldum með kallinum sem er svo sem ekki í frásögur færandi. Í morgun er Sósi kom við hjá honum til þess að sækja lykla sem hann hafði gleymt, kom Sprelías til dyra í spánýjum Mac sundbol sem hann sagðist hafa keypt á útsölu í Danmörku. Er Sósi spurði af hvurju í andsk.. hann hefði keypt þennan sekk, kunni hann engar skýringar á því og hafði heldur öngva hugmynd um af hverju hann væri í honum. Eina sem hann gat stunið upp úr sér var "djö....... er ég timbraður mar"

miðvikudagur, júní 25, 2008

Dórit í ruglinu?

Dórit Mússajeff ástkona vors ástsæla forseta Ólafs Bölvar Grímssonar gaf á dögunum miljarðamæringnum Stephen Schwarzman stjórnarfomanni Blackstone Group LP, eins stærsta fjárfestingafélags heims, mynd af nakinni eiginkonu hans í sextugs afmælisgjöf. Þetta uppátæki Mússajeffs vakti óskipta athygli í veislunni og má eiginlega segja að það hafi orðið uppi fótur og fit er listaverkið var afhjúpað af hr. Schwarzman sjálfum. Á myndinni má nefnilega sjá glitta í órakaða rottuna á frúnni sem þykir víst ekki við hæfi úti í hinum stóra heimi.
Er Sósi náði tali af Mússajeff í hádeginu sagði hún "æj Sósi minn mér er slétt sama hvað þessum útlendingum finnst um gjöfina, mér fannst þetta ýkt sætt", strauk Sósa um vangann og tipplaði í andapelsinum í burtu.
Er Mússajeff lét útbúa listaverkið handa hr. Schvarzman lét hún einnig útbúa listaverk af sér og Óla í leiðinni, en það má sjá hér til hliðar.



mánudagur, júní 23, 2008

Sósi finnur ísbjörn á Google Earth!

Sósi var rétt í þessu að finna ísbjörn á Google Earth. Hér til hliðar má sjá ísbjörninn stækkaðan þúsund sinnum í 3sci air photo magnifier sem Sósi hefur aðgang að í gegnum vinnu sína. Sósi gerði Landhelgisgæslunni, umhverfisráðherra, lögreglunni, forsætisráðherra og Jón Ásgeiri það þegar í stað heyrinkunnt hvar bangsi væri staðsettur. Landhelgisgæslan er nú á leið á staðinn með fimmtán gæsaskyttur, fjögur dauðhreinsuð fuglabúr, íbúfen og apótekaralakkrís í verðlaun fyrir bangsa ef hann verður stilltur.

föstudagur, júní 20, 2008

Ís fundinn á Mars!

Samkvæmt áreiðanlegum Sósa hafa vísindamenn Nasa, bandarísku geimferðastofnunarinnar fundið ís við lendingarstað Fönix-könnunarfarsins sem lenti við norðurskaut Mars 25. maí sl.

Könnunarfarið var að grafa rauf í yfirborðið þegar í ljós kom súkulaðiís í brauðformi. Ísinn hvarf svo, sem þýðir að þarna hljóta einnig að búa manneskjur af einhverju tagi, að sögn Peter Smith, sem stýrir ransóknastarfi Fönix.

“Þessi litli ís hvarf á nokkrum mínútum, sem er fullkomin vísbending um það að þetta sé í rauninni ís og það mjög góður.” segir Smith. “Það voru uppi vangaveltur um að þetta væri mysingur. Mysingur er ekki étinn svona hratt.”


Sósi orðinn MÓDEL!

Eftir að myndir voru teknar af Sósa (og þeim dreift í Borgarleikhúsinu) þegar hann tók smá dillibossasýningu á kenderíi fyrir skömmu, hefur síminn hjá kauða ekki stoppað. Wella, Victoria Secret, Gucci, Dolce & Gabana og allar þessar kellingar hafa hringt nánast upp á hvern einasta dag og boðið Sósa langtíma samning. Sósi lagðist því undir feld með Lommunni og fóru þau skötuhjúin saman yfir málið og settu saman aðgerðaráætlun næstu þrjú árin. Sameiginleg ákvörðun Sósa og Lommu varð sú að Sósi mun vinna fyrir Wella fyrstu þrú árin og taka þá ákvörðun um framhald fyrirsætu ferilsins. Hér til hliðar má sjá Sósa í sinni fyrstu "Photoshootout" í myndveri Wella í suður Frakklandi.

Úff, sjáiði skutinn á kallinum!
Sósi í heimaprjónuðu

Móðir Sósa, Sibba Sím kom Sósa heldur betur á óvart á dögunum, er hún mætti með fullfermi af heimprjónuðum peysum í farteskinu í heimsókn á Fossagötuna. Sibba lék á alls oddi lét Sósa máta hverja peysuna á fætur annarri, Sósa og öðrum fjölskyldumeðlimum til mikillar armæðu. Sósi varð að lokum að velja sér eina heimaprjónaða úr sekknum og varð sú sem Sósi er í á myndinni hér til hliðar fyrir valinu. Úr vondu var að velja en þetta var það skásta sem var í sekknum.
Óli Tynes veiðir antilópur, vörtusvín og blökkumenn í Afríku

„Þvi miður var talsverður vindur og vonlaust að veiða með boga. Þá voru dregnir fram hólkarnir. Ég náði fallegum blökkumanni á um 250 metra færi med Sako .243 riffli. Með einu skoti - að sjálfsögðu," segir Óli Tynes fréttamaður á Vísi sem nú er staddur úti í henni Afríku þar sem hann er á veiðum.

Óli fór um síðustu mánaðarmót til Afríku. Hann hefur stundað veiðar um árabil og skemmtilegast þykir honum að veiða blökkumenn á boga en hann hefur stundað bogfimi lengi og þykir snjöll skytta.
"Þessi fer líklega upp á vegg í stofunnni enda óvenju fagur. Ætli ég hafi hann ekki bara í bláa gallanum sem ég skaut hann í, hann er í stíl við gardínurnar" sagði Óli brattur að lokum á stuttum fjarsímafundi við Sósa úr svörtustu Afríku. Á myndinni að ofan má sjá Óla með bráðina, sposkur á svip að vanda.

Svei, attann Óli, svona gerir maður ekki, maður bara gerir ekki svona!

fimmtudagur, júní 19, 2008

Sigga setur daðurbossann á ís

Eftir að búið var að úthýsa Sigríði úr höllinni og útséð um það að hún næði að hözzla sér bommsarabomm í það skiptið, setti hún daðurbossann á ís, skellti í sig einum Burn og öskraði "þið vitið ekki af hverju þið eruð að missa svínin ykkar" svo rauk úr íshrúgunni og menn og málleysingjar tóku til fótanna.
Sigga bjútí rasar út á Gus Gus tónleikum

Sigga sæta, líka oft kölluð Sigga bjútí, leitar nú allra leiða til þess að næla sér í stóðhest til þess að deila með henni rekkju. Sigga hefur upp á síðkastið sést á hverjum viðburðinum á fætur öðrum, þar sem hún hefur bókstaflega farið hamförum í flörti við alla helstu fola bæjarins sem hafa átt fótum sínum fjör að launa með að komast undan dívunni. Steininn tók þó úr þegar Sigríður ákvað að skella sér á Gus Gus tónleika þar sem von var öllum helstu graðfolum bæjarins undir tvítugt. Sigga mætti þremur tímum fyrir opnun og hellti í sig hverjum Breezernum í Burn á fætur öðrum og gaulaði áttatíu mússík eins og hún ætti lífið að leysa í viðleitni sinni til þess að vekja athygli folanna sem streymdu að. Sigga var með sér til fulltyngis tvær druslur sem eru öllum hnútum kunnugar í partýdrusluheiminum, en þær áttu að sjá um að hún væri með réttu taktanna og í rétta dressinu. Það er óhætt að segja að Sigga hafi náð að vekja á sér athygli fyrir utan Laugardalshöllina í latexgallanum, því henni var meinaður aðgangur og fær ekki að stíga fæti þar inn framar, ekki einu sinni á fimleikamót. Myndin til hliðar var tekin af fréttaritara Sósa í Laugardalnum er druslurnar veinuðu saman Jump með Pointer Sister við litla hrifningu viðstaddra.

mánudagur, júní 16, 2008

Árni: Vonar að frænda sínum verði hlíft

Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, vonast til þess að hægt verði að hlífa frænda sínum sem gekk á land í þetta sinn við Hraun á Skagatá.

Hann vonar að reynt verði eftir fremsta megni að koma í veg fyrir að málin þróist á sama hátt og fyrir tveimur vikum þegar svili hans gekk á land og var að lokum veginn á Þverárfjalli í Skagafirði.

Árni segir ekki sé búið að gera viðbragðáætlun frá síðasta tilfelli en samkvæmt lögum þá liggi endanlegt ákvörðunarvald um næstu skref hjá Umhverfisstofnun.

,,Ég held að almenningur hér á landi líkt á mörgum öðrum stöðum í heiminum líti á ættbálk minn sem tákn fyrir það ástand sem er að verða á norðurhveli jarðar vegna loftslagsbreyting og mengunar," segir Árni og bætir við að þá vilji fólk að allt verði gert til að koma í veg fyrir að fella þurfi fleiri úr fjölskuldu hans á þessu ári. "Þó svo að við höfum í gegnum tíðina nagað nokkra samferða menn okkar þá held ég að það séu flestir sem séu búnir að fyrirgefa okkur það" sagði Árni að lokum, klóraði sér letilega í rassgatinu og skreið á fjórum fótum inn til konu sinnar sem er víst ekki enn skriðin úr hýðinu. Myndin af Árna er tekin fyrir utan heimili hans í yfirgefinni frystigeymslu í Nóatúni.

Geir geðveikislega geðvondur yfir stöðu efnahagsmála

Geir H. Haarde forsætisráðherra sakaði fréttamann Markaðarins um dónaskap og var alveg ótrúleg geðvonskulegur er hann var inntur eftir aðgerðum í efnahagsmálum.

Sindri Sindrason ljúflingur og fréttamaður Markaðarins, beið eftir forsætisráðherra við Stjórnarráðið í morgun og hugðist spyrja hann um hugsanlegar aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Hér á eftir fara samskipti þeirra.

Sindri: „Jæja, hvar eru peningarnir sem frúin í Hamborg gaf þér Geir?"

Geir: „Á þetta að vera fyndið, strákrassgat?

Sindri: „Nei bara smá djókur Geir, hvar eru peningarnir sem frúin í Hamborg gaf þér?"

Geir: „Þú verður að vera með armband ef þú ætlar að fá viðtal skömmin þín"

Sindri: Geir, þjóðin náttúrlega bíður eftir því að fá að vita hvar peningarnir sem frúin í Hamborg gaf þér eru niðurkomnir, smá komment maður"

Geir: „Ég vildi gjarnan upplýsa það Sindri, ef þú hagaðir þér ekki svona dónalega."

öskraði síðan Geir á fréttamanninn og skelllti á eftir sér hurðinni svo hrikti í hurðarstafnum, stjórnarráðinu, stjórnarsamstarfinu og öllu helvítis klabbbinu. Viðgerð stendur nú yfir.

þriðjudagur, júní 10, 2008

Lomman loks komin með þvottasnúru í garðinn

Sósi og Lomma gerðu góða ferð í Byko á dögunum og fjárfestu í forláta þvottasnúru garð-kitti. Sósi kom þvottasnúrukittinu í gagnið í gær og hengdi Lommukvikindið og óknyttastelpuna hana systur hennar upp á snúru kvikindið, enda báðar búnar að vera óvenju blautar upp á síðkastið.

Amy Winehouse búin að láta breyta sér í norn!

Sjarmadrottningin Amy Winehouse lét á dögunum breyta sér í norn, fylgifiskum hennar og ættingjum til nokkurrar undrunar. Aðgerðin virðist samkvæmt nýjustu myndum hafa gengið framar vonum og segist Amy vera hæstánægð með hvernig til tókst.

föstudagur, júní 06, 2008

Þynnka getur verið varasöm

fimmtudagur, júní 05, 2008

Arnar Gunnlaugsson veginn að ósekju í Skagafirði

Komið hefur í ljós að Ísbjörninn sem var skotinn í Skagafirðinum á dögunum reyndist vera Arnar Gunnlaugssons knattspyrnukappi. Bjarki bróðir hans sem var staddur í Skagafirðinum ásamt bróður sínum Arnari, að vitja eggja er á þá var skotið, segir í viðtali við Sósa að það hafi verið hræðileg lífsreynsla. "Ég og Arnar voru nýbúnir að festa kaup á nýjum útivistarpelsum sem við klæðumst gjarnan í eggjatínslunni, urðum skelfingu lostnir þegar við sáum hópinn nálgast okkur með alvæpni og brustum hreinlega í grát er þeir miðuðu á okkur. Það er í raun ótrúlegt að þeir hafi haldið að við værum Ísbirnir" sagði Bjarki, reis upp á afturlappirnar og rak upp harmakvein svo undirtók í feldinum.
Myndin til hliðar er tekin af þeim bræðrum er þeir tóku generalprufu á pelsana á Rauðavatni í vetur.

miðvikudagur, júní 04, 2008

Lomman ljúfa á afmæli í dag!

Sósakona, Lomman ljúfa á afmæli í dag. Stúlkan sú atarna hefur sjaldan eða aldrei litið jafn vel út þrátt fyrir þann háa aldur sem hún hefur nú náð með mikilli þrautseigju. Lomman hreinlega geislar af lífsgleði og hefur Sósi heyrt því kastað að það sé með hreinum ólíkindum miðað við það hversu ern hún er orðin. Kvennsniftin er meira að segja byrjuð að spila póker á fimmtudögum með vinnufélögum sínum í Samtökunum og er hún víst ansi slungin í spilamennskunni miðað við þennan háa aldur.

Við hér á Sósi.is óskum Lommunni hjartanlega til hamingju með afmælið, og mælumst til þess að aðrir geri slíkt hið sama ella hljóta verra af.

fimmtudagur, maí 22, 2008

Manchester United vann Meistardeildina!

Sósi sat sveittur fyrir framan viðtækið í gær og horfði á sínu menn í ManUtd leggja sterkt lið Chelsea að velli með minnsta mögulega mun eftir framlengdan leik, vítaspyrnukeppni og bráðabana, tæpara gat það ekki orðið.
Hér til hliðar má sjá snillinginn Cristiano Ronaldo í sleik við Evrópubikarinn og er þetta ein fegursta sjón sem Sósi hefur séð í háa herrans tíð.

þriðjudagur, maí 20, 2008

Bíllinn hans Bubba

Þessi sketch úr áramótaskaupinu í fyrra finnst Sósa alveg óendanlega fyndin "lífið er soldið eins og að keyra sumarbústað" þetta er náttúrulega ekki hægt.

Smellið á linkinn hér að neðan til þess að horfa

http://youtube.com/watch?v=9AEXb0KZ2SE
Sósi hleypur eins og skrattinn sé á háum hælum á eftir honum

Er Sósi var staddur í Lundúnarborg á dögunum keypti hann sér armband frá Nike sem er gætt þeim eiginleikum að skrá niður hlaup þess sem ber það um úlnlið sér. Þetta virkar þannig að maður setur sérstaka flögu (nema) í sérstakan Nike skó sem skráir hjá sér kílómetra fjölda og hraða viðkomandi hlaupara. Þegar heim er komið stingur maður armbandinu í tölvuna og þá hleður talvan niður þeim gögnum sem eru á armbandinu og setur gögnin inn á heimasíðu Nike, býr til flott gröf og annað þvíumlíkt. Síðan getur maður skorað á aðra sem eru meðlimir í NikePlus samfélaginu, sett sér markmið, æfingaáætlanir og ýmislegt annað. Sósi er núna í gasalegri áskorun sem snýst um það að hlaupa sem flesta kílómetra á 30 dögum. Hér til hliðar (hægra megin á síðunni) má fylgjast með framgangi Sósa í keppninnni og hvetur Sósi alla til þess að fylgjast spenntir með allt til enda. Sósi hefur nú þegar lagt að baki um 25 kílómetra í fjórum hlaupum.

Hér til hliðar má sjá Sósa er hann lagði af stað í sitt fyrsta hlaup í áskoruninni, helköttaður og tanaður í drasl.

mánudagur, maí 19, 2008

Guðmundur í Byrginu slettir úr klaufunum

Guðmundur í Byrginu skellti sér til Berlínar á dögunum til þess að taka þátt í skrúðgöngu óforskammaðra kjallaradýflissu masókista sem haldin er ár hvert til minningar um Sadóme Masó fyrsta kjallaradýflissu raðnauðgarann sem féll fyrir frjálsri hendi á fjórða áratugnum. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Sósa sleppti Guðmundur aldrei af sér beislinu þann tíma sem hann dvaldi í Berlín og lét meðal annars tjóðra sig við staur á almannafæri í pungskýlu einni klæða gestum og gargandi til mikillar armæðu. Með Guðmundi í för var besti vinur hans til margra ára Guðjón Gaufari sem sá um að berja og smyrja Guðmund í samförum þeirra í ferðinni. Guðmundur er væntanlegur til landsins á morgun en þá tekur við vítisvist hans í fangaklefa á Litla Hrauni en hann var eins og flestum er kunnugt um dæmdur fyrir meiriháttar brot gegn kynlífslöggjöfinni og fær því að dúsa í dýflissu í þrjú ár fyrir þær sakir.
Myndin til hliðar er tekin af Guðmundi og Guðjóni Gaufara í skrúðmarseringunni í Berlín þar sem þeir skörtuðu þessum mjög svo ósmekklegu pungdulum sem þeir fengu að vísu skömm fyrir að klæðast af skipuleggjendum skrúðgöngunnar. Alls óvíst er hvort þeir félagar fái að taka þátt aftur var haft eftir Gunther Swan skipuleggjanda og var hann ómyrkur í máli er Sósi náði tali af honum í gær. Guðmundur vildi ekkert tjá sig um ferð sína en öskraði þó í tólið "Ich bin ein gewustramain schwein" og skellihló af þessari meintu þýsku skrýtlu sinni sem hvorki Sósi né starfsmenn Sósa.is skilja hvorki vott né þurrt í.
Fangelsisstrjúk sería 3 væntanleg

Sería 3 af hinni mögnuðu framhaldsseríu Fangelsisstrjúk kemur í verslanir á allra næstu dögum. Það sem fáir aðrir en Sósi vita er að hinn skeleggi strokufangi Annþór Kristjánsson mun fara með gestahlutverk í þáttunum. Annþór mun víst hafa mætt á tökustað með ýmis strjúkuráð upp í erminni, enda þaulvanur strjúkari. Annþór fékk ársleyfi frá störfum sínum sem innheimtu handrukkari hjá Intrum Justica sem nú naga sig í liðþófana yfir því að hafa látið hann fara, enda aldrei verið eins mikið að gera í rukkarageiranum í kreppunni. Hér til hliðar má sjá Annþór í laufbrúnum apaskinnsjakka úr Dress Man ásamt strjúkumanni nr. 1 Lincoln Burrows.





fimmtudagur, maí 15, 2008

Hjólað í vinnuna fyrir SI

Eins og flestir hafa væntanlega tekið eftir, þá er nú í gangi átak á vinnustöðum landsins sem gengur út á það að láta sem flesta starfsmenn hjóla til vinnu sinnar. Lommukvikndið lætur ekki sitt eftir liggja í þessum efnum frekar en öðrum og hjólar nú eins og sveittur göltur um götur bæjarins og halar inn kílómetrana fyrir sitt lið í vinnunni. Sósi tók þessa mynd af Lommunni er hún hélt af stað til vinnu í morgunsárið frekar fáklædd í góða veðrinu, helköttuð og tönnuð í drasl. Lomman gat náttúrulega ekki setið hjá sér og þurfti endilega að vera með grín. Er Sósi var búinn að smella af henni myndinni setti Lomman spilið í teinana, smellti dínamóinum á dekkið og prjónaði í burtu á g-strengnum. Go, Lomma Go!

miðvikudagur, maí 14, 2008

Virðum hvíldartímann

miðvikudagur, maí 07, 2008


Sigurður Pétur kærir Elías Hansen

Sigurður Pétur Harðarson hefur stefnt Elíasi Hansen fyrir að hafa eytt 52 milljónum króna af peningum fjölskyldu hans. Elías segir þetta ekki vera svona einfalt og hefur sjálfur kært Sigurð Pétur fyrir að hafa falsað undirskrift sína og eldri dóttur sinnar. Halim Al, sem var til skammst tíma skotinn í Elíasi, segir Elías og Sigurð hafa reynt að eyðileggja líf sitt. Hann biður fyrir þeim kumpánum.
Elías hyggst segja þjóðinni sólarsöguna af baráttunni fyrir dætrum sínum, innan skamms.

mánudagur, apríl 28, 2008

Heilagur reykur!

http://eyjan.is/blog/2008/04/22/maedur-af-bugardinum-i-texas-i-vidtali/

........vó,hvað er eiginlega á seiði í henni veröld
Ó mig auman, hvert stefnir hin fagra veröld eiginlega?

Þessi frétt er eiginlega ein sú hrikalegasta sem Sósi hefur lesið

"Austurríkismenn eru sem þrumu lostnir tæpum sólarhring eftir að þeim var tjáð að Jósef F., roskinn rafmagnsverkfræðingur, löghlýðinn og friðsamur góðborgari að því er virtist, hefði haldið dóttur sinni, Elísabetu F., í kynlífsánauð í tæpan aldarfjórðung í gluggalausu kjallarabyrgi undir einbýlishúsi sínu og eignast með henni sjö börn án þess að eiginkonu hans grunaði neitt.
Sérfræðingar lögreglunnar í Amstetten, um 130 kílómetra vestur af Vínarborg, hafa kannað fangabyrgið; nokkur þröng herbergi, eldhúskrók og salerni.
Leiðin inní byrgið liggur um þröngar dyr með öryggislás sem Jósef F. kunni einn að opna.
Eitt barnanna sjö, tvíburi, lést þremur dögum eftir fæðingu. Jósef F. brenndi líkið. Hann ól sjálfur upp þrjú barnanna, eiginkonan hélt þau óskyld fósturbörn, þrjú voru hins vegar um kyrrt hjá móður sinni í byrginu. Þau eru 19, 18 og 5 ára.
Þau hafa enga menntun fengið. Og höfðu ekki andað að sér útilofti eða séð sólarljós þar til fyrir viku að Kerstin, elsta dóttirin, veiktist og var flutt á sjúkrahús. Þá komst allt upp.
Elísabet F. hvarf 24. ágúst 1984, 18 ára. Nú er hún 42 ára. Móðir hennar hélt að hún hefði strokið. En þann dag dró faðir hennar hana ofan í byrgið, byrlaði henni róandi lyf, hlekkjaði hana og nauðgaði henni. Hún segir að Jósef F. hafi fyrst beitt sig kynlífsofbeldi þegar hún var 11 ára"

föstudagur, apríl 25, 2008

Gas, Gas!

Það var skemmtilegt að fylgjast með fréttum í gær þegar allt ætlaði um kolla að keyra á bensínstöðinni við Rauðavatn, er trukkakallarnir voru að mótmæla því að þeir fá ekki að leggja sig í vinnunni og að þeir þurfu að borga fyrir bensínið sem þeir setja á bílana sína. Einkum var skemmtilegt að fylgjast með því er einn lögreglumaðurinn varð alvega gasalega pirraður og byrjaði að hrópa gas, gas, gas eins og það væri hans síðasta. Hér til hliðar sést vörður laganna vera að gasa mannskapinn við Rauðavatn alveg gasalegur.


Talsmaður snarvitlausra trukkabílstjóra Sturla nokkur Jónsson á kafi í eyturlyfjum?

http://www.sigurfreyr.com/sturla.html#for
Sósi segir "tékkaðu á þessu"

http://kvikmynd.is/video.asp?land=&offset=0&id=6061

miðvikudagur, apríl 23, 2008

Tívolí Gudda

Svona leit Tívolí Guddan út í gamla daga, syngjandi kát, hoj og slank sötrandi Trópí.
Tívolí Gudda er 36 vetra í dag!

Hinn lífsglaði og eiturhressi hvítvínsdrykkjsúklingur Guðríður Indriðadóttir, sem oftast er kennd við Tívolíið í Hveragerði á afmæli í dag. Við hér á Sósi.is óskum Hvítvíns buddunni hjartanlega til hamingju með afmælið og stefnir Sósi á að drekka með hennni a.m.k gallon af þeim göruga drykk í kvöld af því tilefni og jafnvel segja nokkrar drykkjusögur í leiðinnni.

Til hamingju með daginn Tívolídruslan þín!

mánudagur, apríl 21, 2008

Rassarnir komnir með ásjónu!



Á rassgatinu í Reykjarfirði

Sósi fór ásamt fríðu föruneyti til Vestfjarða um helgina á snjósleða og hefur sjaldan farið í jafn skemmtilega ferð. Veðrið lék við okkur alla helgina, sól skein í heiði og mældist mesti vindstyrkur 0 m á sekúndu. Útsýnið af Drangjökli var því með mesta móti og ekki var laust við að það glitti í Grænland út við ysta sæ. Ferðalangarnir fóru meðal annars út að Hornbjargsvita, ofan í Hrafnsfjörð og niður í Reykjarfjörð þar sem menn týndu af sér spjarirnar og fóru á rassgatinu í sund. Mikil ljóstillifun var í lauginni og mátti sjá á botninum 100 ára gamla grænþörunga sem virtust unna hag sínum á þessum stað ákaflega vel. Myndin hér til hliðar var tekið við það tækifæri og ber góðan vinisburð um holdafar og ljósabekkjanotkun ferðalanganna.

Invisible Children

In the spring of 2003, three young Americans traveled to Africa in search of such as story. What they found was a tragedy that disgusted and inspired them. A story where children are weapons and children are the victims. The "Invisible Children: rough cut" film exposes the effects of a 20 year-long war on the children of Northern Uganda. These children live in fear of abduction by rebel soldiers, and are being forced to fight as a part of violent army. This wonderfully reckless documentary is fast paced, with an MTV beat, and is something truly unique. To see Africa through young eyes is humorous and heart breaking, quick and informative - all in the very same breath. See this film, you will be forever changed.

Skylduáhorf segir Sósi, linkur á heimildarmyndina hér að neðan.

http://video.google.com/videoplay?docid=3166797753930210643&hl=en

föstudagur, apríl 18, 2008

Þorgeir Ástvalds og Halli dottnir í það?

Þessi mynd náði Sósi af þeim dvergvöxnu kumpánum Þorgeiri Ástvalds og Halla kenndan við Ladda bróður sinn, á Ingólfstorgi í vikunni. Þar sátu þeir að sumbli og voru greinilega ekki í neinum skemmtanagír eins og þeir eru öllu jöfnu. "Það er bara búið að vera lítið að gera" sagði holan Halli er hann var spurður út í ástandið. Þorgeir var þögull sem gröfin, fitjaði einungis upp á nef sér og dró hendinni í gegnum sveittan makkann sem var býsna úfinnn eftir standandi fyllerí síðustu daga. "Andskotastu héðan í burtu blaðasnápur og láttu ekki sjá þig hérna framar" veinaði síðan Halli á Sósa er hann ætlaði að smella einni mynd af þeim félögum að skilnaði.

fimmtudagur, apríl 17, 2008

Von Dirty í slæmri klípu

Viðskiptamógúllinn Elijha Von Dirty komst í hann krappann á dögunum er hann sat fyrirlestur á viðskiptaþingi auðmanna í Jerúsalem. Elijha sem var sjálfur á mælendaskrá með erindi sem nefndist "How to make a million if you dont got a million and have to borrow it from another who has a million and is prepared to loan it so you can make a million" fékk fljúgandi stól í höfuðið er hann hafði lokið erindi sínu sem var átta klukkustundir í flutningi. Fólk í sal varð hreinlega hoppandi gramt eftir flutninginn og sakaði Vön Dirty um að hafa stolið erindinu af netinu. Margir sögðust kannast við erindið frá því í fyrra. Hér sést hvar Von Dirty er klipptur út úr stólnum sem endasentist ofan á höfuð hans.
Dúndrandi skítalykt arna!
Siggi Síkó gerir hreint fyrir sínum dyrum

Þessi skemmtilega mynd náðist af hinum fáséða fagurkera Sigurði Síkó þar sem hann var á leið niður á Ríkisskattstjóra með allt sitt hafurtask til að gera hreint fyrir sínum dyrum. Eins og flestir vita þá hefur Sigurður haldið vel utan um bókhaldið hjá sér eftir að hann gerðist sjálfstæður atvinnurekandi og safnað samviskusamlega öllum nótum er varða reksturinn í framsætið á bílnum sínum. "Ég ákvað náttlega að skila þessu inn þegar ég var hættur að geta skipt um gír. Náttleg búið að safnast soldið upp í gegnum árin" sagði Siggi við Sósa fyrir utan RSK, bullsveittur við að bera inn klepraðar nóturnar, glottandi með síkó við tönn.

fimmtudagur, apríl 10, 2008

Sumarstúlka iðnaðarins með smáar grænar baunir og rauðkál í glerumbúðum.

Þessi mynd hér til hliðar, finnst Sósa vera fyndnasta mynd sem byrst hefur á Sósabloggi. Sósi var að spá í að skrifa langan leiðara að myndinni en tók síðan þá ákvörðun að gera það ekki enda algjörlega óþarfi. Það er ekkert annað að gera en að lesa textann við hlið myndarinnar og þá kemst maður í annarlegt ástand.
Sósa datt strax í hug Karíus þegar hann sá myndina fyrst, en Lomman líkist einnig Línu Langsokk ískyggilega mikið á myndinni. Þeim sem langar að fá frekari vitneskju um af hverju í andsk... Lomman lét hafa sig út í þessa vitleysu, er bent á að hringja í hana á milli 5 og 7 í kvöld en þá mun hún verða við símann.

Smellið á myndina svo þið getið betur lesið textann við myndina.

föstudagur, apríl 04, 2008

Viðskiptamógull slettir úr klaufunum

Viðskiptamógullinn og viðskiptamódelið Elijha Von Dörí var í hörkuformi á Kaffi Ólíver í gærkveldi, þar sem hann dansaði við kalla og kellingar upp um alla veggi í tilefni að opnun staðarinns.
Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Sósa, vinnur Elijha nú að því að leggja niður samtökin "Gnauðar í rassi kvenna" því hann heldur því fram að bissness sé ekki fyrir neinar kellingar.
Karatebuxur til sölu hjá Vinnufatalagernum

Gamli karatekötturinn Chuck Norris hefur hafið framleiðslu á karatebuxum sem hafa þá eiginleika að hægt er að taka mjög há karatespörk án þess að eiga það á hættu að rífa þær í klofinu. "Þetta er alger bylting fyrir handrukkara og svoleiðis hyski" sagði Beinteinn Búri sölustjóri Vinnufatalagersins er hann var inntur eftir eftirspurn eftir slíkum buxum á Íslandi. "Þær hafa rokið út frá því að við settum þær í sölu, enda mikið um handrukkanir í þessari krepputíð" sagði Beintinn að lokum og klýndi hælnum í andlitið á Sósa, svona rétt til þess að sýna honum virknina í buxunum.

Sjortari?

Nú er það víst sjortarinn sem ríður öllum húsum þessa dagana. Gefin var út bók á dögunum sem inniheldur leiðbeiningar um hvernig maður taki einn slíkann og síðan skall á okkur könnun sem gerð var í Bandaríkjunum um að kynlíf ætti ekki að standa yfir í nema 3 til 15 mín, er það ekki sjortari? Spyr sá sem ekki veit.
Það er þó kannski einum of langt gengið að taka sjortarann úti í glugga eins og þetta par hér við hliðina, en þau eru kannski í lest, þá er það í lagi.

Endilega kíkið síðan á þennan link hér að neðan, þetta sendi konan mér í morgunsárið.
http://www.grapheine.com/bombaytv/index.php?module=see&lang=uk&code=5de23e18be0653bad090de2d3d02b045
Söngálfur giftir sig í álagafeni í Belgíu

Söngfiðrildið Jónsi, söngvari Sigurrósar, gekk á dögunum í hjónaband með álagaálfaprinsessunni Álfrúni Álfsdóttur í álagafeni í Álfsskíri í landi Belga. Jónsi sem hefur verið álfur frá því hann man eftir sér var mjög ánægður með ráðahaginn er Sósi sló á þráðinn á honum nú í morgunsárið. "Við fengum okkur einn sjortara í morgundögginni, svona til þess að halda upp á þetta" vældi Jónsi í tólið eins og stunginn álfagrís svo suðaði í eyrunum á Sósa.

Arnar Grant verður Mr. Incredible

Líkamsræktargeðillskunágrannaerjutröllið Arnar Grant landaði á dögunum samningi við Disney-Pixar um að leika Mr. Incredible í næstu mynd um The Incredibles sem frumsýnd verður í sumar. Arnar sendi inn videoið af honum og Ívari Guðmundssyni hlaupandi á brókinni í fjörunni í Nauthólsvík á eftir próteinssúkkulaðistykki og hrifust menn svo af því hjá Disney að það kom víst aldrei neinn annar til greina. Hér til hliðar sjáum við Arnar geðillskuna uppmálaða í spandexgallanum sem Herra Ótrúlegan.