fimmtudagur, ágúst 07, 2008

Furðufugl tók þátt í Dragkeppni í Óperunni í gær

Það brá mörgum í brún þegar ástmögur þjóðarinnar, Ástþór Magnússon fyrrverandi forsetaframbjóðandi og friðardúfa steig öllum að óvörum á stokk í Óperunni í gærkveldi í hinni árlegu Dragkeppni sem haldin er í tengslum við "Hinsvegins daga" ár hvert. Ástþór kom fram í viðbjóðslegu korseletti og pungdulu með bjór í hendi og dansaði trylltan dans í takt við ærandi tóna Bary Manillow. Mörgum varð svo mikið um að þeir þurftu að yfirgefa salinn, gjörsamlega í losti yfir uppátækinu. Á meðan á dansinum stóð beindi Ástþór reglulega trylltu augnaráði sínu að viðstöddum svo mörgum lá við yfirliði. Er Sósi náði í kauða baksviðs eftir atriðið og innti hann eftir því hví hann hefði ákveðið að taka þátt, sagði hann "ég er að vekja athygli á nýju friðarverkefni sem ég er með í pípunum, sem felst í því að selflytja slatta af hommum og gommu af lesbíum til Íran til þess að ræða við Íransforseta um kjarnorkuáætlun þjóðarinnar" klóraði sér letilega í rauðu dulunni og gekk letilega í burtu með starandi augnaráð geðsjúklingsins.

Engin ummæli: