Galdrasyning.is
Sósi hvetur alla þá sem gaman hafa þjóðfræði að kíkja inn á vefinn www.galdrasyning.is sem er frábær vefur hannaður af galdramanninum góða Sigurði Atlasyni. Enn fremur hvetur Sósi alla til þess að gera sér ferð vestur og skoða galdrasýninguna á ströndum þar sem hinn sami Sigurður ræður húsum og brynnnir líka músum ef vel liggur á honum. Siggi á það meira að segja til að bjóða fóli í glas, en Sósi varar þó fólk við að þiggja meira en eitt glas, því í glasinu hans Sigga er bæði hátt til lofts og vítt til veggja. Þessa mynd tók Sósi af Sigga síðast er hann var í heimsókn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli