Páll Óskar mun skarta nýju útliti á Gay-Pride
Sósi fékk leyfi hjá söngdívunni og gleðistautnum Páli Óskari til þess að birta fyrstur mynd af honum eins og hann mun birtast landsmönnum í gleðigöngunnni sem farinn verður á laugardaginn í tengslum við Gay-Pride. Páll Óskar sagði Sósa að hann væri himinlifandi yfir yfirhalningunni sem hann fékk í Póllandi hjá Jónínu Ben og sagðist fyrir löngu vera orðinn leiður á þessu dökka yfirbragði sem einkennt hefur söngvarann síðustu ár. "Ég kem til með að hözzla feitt á Gay-Pride, og það mún deffinettly rjúka úr nokkrum rössum um helgina" sagði Palli skælbrosandi við Sósa og rauk síðan í að pakka inn konfektkössum sem hann ætlar sér að gefa nokkrum vel völdnum hönkum um helgina.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli