Jónína Ben aldrei litið betur út
Jónína Benediktsdóttir sem trítað hefur landann í Póllandi við allskonar iðrakveisum og exemi við góðan orðstír, hefur sjálf tekið stakkaskiptum að eigin sögn bæði í iðrum og útliti. "Ég er sjálf búin að vera í þessari meðferð sem ég hef verið að fara með landa mína í og ég sé svo sannarlege ekki eftir því" sagði Jónína sem stödd er í Póllandi þessa dagana að skipuleggja næsta season sem byrjar í september. Jónína vildi ekki gefa það upp hvort að hún væri búin að láta blása í brjóstin á sér en sagði þó að ef konur væru að spá í að láta stækka á sér brjóstin þá væri hægt að fá slíka meðferð fyrir slikkerí í Póllandi eins og allt annað. "Þú mátt alltaf koma austur og leika" sagði svo Jóna að lokum svo Sósa rann kallt hland milli rifja yfir þessum jussulegum lokaorðum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli