Þessi skemmtilega mynd náðist af hinum fáséða fagurkera Sigurði Síkó þar sem hann var á leið niður á Ríkisskattstjóra með allt sitt hafurtask til að gera hreint fyrir sínum dyrum. Eins og flestir vita þá hefur Sigurður haldið vel utan um bókhaldið hjá sér eftir að hann gerðist sjálfstæður atvinnurekandi og safnað samviskusamlega öllum nótum er varða reksturinn í framsætið á bílnum sínum. "Ég ákvað náttlega að skila þessu inn þegar ég var hættur að geta skipt um gír. Náttleg búið að safnast soldið upp í gegnum árin" sagði Siggi við Sósa fyrir utan RSK, bullsveittur við að bera inn klepraðar nóturnar, glottandi með síkó við tönn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli