Sósi í heimaprjónuðu
Móðir Sósa, Sibba Sím kom Sósa heldur betur á óvart á dögunum, er hún mætti með fullfermi af heimprjónuðum peysum í farteskinu í heimsókn á Fossagötuna. Sibba lék á alls oddi lét Sósa máta hverja peysuna á fætur annarri, Sósa og öðrum fjölskyldumeðlimum til mikillar armæðu. Sósi varð að lokum að velja sér eina heimaprjónaða úr sekknum og varð sú sem Sósi er í á myndinni hér til hliðar fyrir valinu. Úr vondu var að velja en þetta var það skásta sem var í sekknum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli