Sósi orðinn MÓDEL!
Eftir að myndir voru teknar af Sósa (og þeim dreift í Borgarleikhúsinu) þegar hann tók smá dillibossasýningu á kenderíi fyrir skömmu, hefur síminn hjá kauða ekki stoppað. Wella, Victoria Secret, Gucci, Dolce & Gabana og allar þessar kellingar hafa hringt nánast upp á hvern einasta dag og boðið Sósa langtíma samning. Sósi lagðist því undir feld með Lommunni og fóru þau skötuhjúin saman yfir málið og settu saman aðgerðaráætlun næstu þrjú árin. Sameiginleg ákvörðun Sósa og Lommu varð sú að Sósi mun vinna fyrir Wella fyrstu þrú árin og taka þá ákvörðun um framhald fyrirsætu ferilsins. Hér til hliðar má sjá Sósa í sinni fyrstu "Photoshootout" í myndveri Wella í suður Frakklandi.
Úff, sjáiði skutinn á kallinum!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli