Samkvæmt áreiðanlegum Sósa hafa vísindamenn Nasa, bandarísku geimferðastofnunarinnar fundið ís við lendingarstað Fönix-könnunarfarsins sem lenti við norðurskaut Mars 25. maí sl.
Könnunarfarið var að grafa rauf í yfirborðið þegar í ljós kom súkulaðiís í brauðformi. Ísinn hvarf svo, sem þýðir að þarna hljóta einnig að búa manneskjur af einhverju tagi, að sögn Peter Smith, sem stýrir ransóknastarfi Fönix.
“Þessi litli ís hvarf á nokkrum mínútum, sem er fullkomin vísbending um það að þetta sé í rauninni ís og það mjög góður.” segir Smith. “Það voru uppi vangaveltur um að þetta væri mysingur. Mysingur er ekki étinn svona hratt.”
Engin ummæli:
Skrifa ummæli