Sósi finnur ísbjörn á Google Earth!
Sósi var rétt í þessu að finna ísbjörn á Google Earth. Hér til hliðar má sjá ísbjörninn stækkaðan þúsund sinnum í 3sci air photo magnifier sem Sósi hefur aðgang að í gegnum vinnu sína. Sósi gerði Landhelgisgæslunni, umhverfisráðherra, lögreglunni, forsætisráðherra og Jón Ásgeiri það þegar í stað heyrinkunnt hvar bangsi væri staðsettur. Landhelgisgæslan er nú á leið á staðinn með fimmtán gæsaskyttur, fjögur dauðhreinsuð fuglabúr, íbúfen og apótekaralakkrís í verðlaun fyrir bangsa ef hann verður stilltur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli