mánudagur, júní 16, 2008

Árni: Vonar að frænda sínum verði hlíft

Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, vonast til þess að hægt verði að hlífa frænda sínum sem gekk á land í þetta sinn við Hraun á Skagatá.

Hann vonar að reynt verði eftir fremsta megni að koma í veg fyrir að málin þróist á sama hátt og fyrir tveimur vikum þegar svili hans gekk á land og var að lokum veginn á Þverárfjalli í Skagafirði.

Árni segir ekki sé búið að gera viðbragðáætlun frá síðasta tilfelli en samkvæmt lögum þá liggi endanlegt ákvörðunarvald um næstu skref hjá Umhverfisstofnun.

,,Ég held að almenningur hér á landi líkt á mörgum öðrum stöðum í heiminum líti á ættbálk minn sem tákn fyrir það ástand sem er að verða á norðurhveli jarðar vegna loftslagsbreyting og mengunar," segir Árni og bætir við að þá vilji fólk að allt verði gert til að koma í veg fyrir að fella þurfi fleiri úr fjölskuldu hans á þessu ári. "Þó svo að við höfum í gegnum tíðina nagað nokkra samferða menn okkar þá held ég að það séu flestir sem séu búnir að fyrirgefa okkur það" sagði Árni að lokum, klóraði sér letilega í rassgatinu og skreið á fjórum fótum inn til konu sinnar sem er víst ekki enn skriðin úr hýðinu. Myndin af Árna er tekin fyrir utan heimili hans í yfirgefinni frystigeymslu í Nóatúni.

Engin ummæli: