Er Sósi var staddur í Lundúnarborg á dögunum keypti hann sér armband frá Nike sem er gætt þeim eiginleikum að skrá niður hlaup þess sem ber það um úlnlið sér. Þetta virkar þannig að maður setur sérstaka flögu (nema) í sérstakan Nike skó sem skráir hjá sér kílómetra fjölda og hraða viðkomandi hlaupara. Þegar heim er komið stingur maður armbandinu í tölvuna og þá hleður talvan niður þeim gögnum sem eru á armbandinu og setur gögnin inn á heimasíðu Nike, býr til flott gröf og annað þvíumlíkt. Síðan getur maður skorað á aðra sem eru meðlimir í NikePlus samfélaginu, sett sér markmið, æfingaáætlanir og ýmislegt annað. Sósi er núna í gasalegri áskorun sem snýst um það að hlaupa sem flesta kílómetra á 30 dögum. Hér til hliðar (hægra megin á síðunni) má fylgjast með framgangi Sósa í keppninnni og hvetur Sósi alla til þess að fylgjast spenntir með allt til enda. Sósi hefur nú þegar lagt að baki um 25 kílómetra í fjórum hlaupum.
Hér til hliðar má sjá Sósa er hann lagði af stað í sitt fyrsta hlaup í áskoruninni, helköttaður og tanaður í drasl.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli