Sería 3 af hinni mögnuðu framhaldsseríu Fangelsisstrjúk kemur í verslanir á allra næstu dögum. Það sem fáir aðrir en Sósi vita er að hinn skeleggi strokufangi Annþór Kristjánsson mun fara með gestahlutverk í þáttunum. Annþór mun víst hafa mætt á tökustað með ýmis strjúkuráð upp í erminni, enda þaulvanur strjúkari. Annþór fékk ársleyfi frá störfum sínum sem innheimtu handrukkari hjá Intrum Justica sem nú naga sig í liðþófana yfir því að hafa látið hann fara, enda aldrei verið eins mikið að gera í rukkarageiranum í kreppunni. Hér til hliðar má sjá Annþór í laufbrúnum apaskinnsjakka úr Dress Man ásamt strjúkumanni nr. 1 Lincoln Burrows.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli