fimmtudagur, janúar 13, 2005


Nýji kynningarstjórinn hjá Eddu útgáfu!!! Posted by Hello
Búin að taka út skemmdirnar sem unnar voru á bifreið okkar hjóna nú í morgun, þegar við vorum enn í fasta svefni. Óverulegar skemmdir voru á biðfreiðinni, númeraplatan var brotinn and thats it.
Held að ég geri nú ekkert mál úr þessu við elskulegan nágranna minn. Fæ hann kannski til þess að bjóða mér í bjór, það væri nú ekki verra. Annars er bíllin svo skítugur þessa dagana að það er ómögulegt að sjá hvernig hann er á litinn svo skítugur er hann. Ég verð nú að fara að gera "bræðrabót" á því næstu daga, en það er bara svo helvíti kallt. Mikið væri ég nú til í að eiga bílskúr, þá gæti ég alltaf verið að þvo bílinn og bóna (glætan spætan).


Rétt í þessu var nágranni minn hann Rúnar að hringja í mig og segja mér að það hefði verið klesst á bílinn minn í morgun. Hann var sem sagt á leiðinni í vinnuna í morgun þegar bíllinn hans rann afturábak og klessti mína fínu Toyotu bifreið. Hef ekki ennþá komist í það að kíkja á skemmdirnar en þær eru að sögn Rúnars óverulegar. Annars byrjar þessi mánuður ekkert allt of vel. Saga búin að vera meira og minna veik, Siggi búin að mölbrjóta á sér fótlegginn og þar með missa af hlutverkinu sem hann var búin að landa í uppfærslu Óskars Jónassonar á Kalla á þakinu, Rúnar búin að klessa á bílinn okkar og ég veit ekki hvað. Ég sem var alveg handviss um að þetta ár yrði mér og mínum gott ár. En það eru þó ekki eintóm vátíðindi. Rakel er á uppleið innan fyrirtækisins sem hún er að vinna hjá, hún hefur nú þegar fengið stöðuhækkun þó svo að hún hafi einungis unnið hjá þessu fyrirtæki í hálft ár. Gott hjá henni! Annars held ég að árið verði gott þó svo að þetta byrji svona í janúar. Ég hef líka alltaf trúað því að fall sér fararheill og að ekki sé svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott, hmmmmmmmm. Jæja nóg af blaðri í bili, er farinn í ræktina.
PS. Talandi um ræktina. Ég setti mér það sem markmið þegar ég byrjaði í ræktinu fyrir tæpu ári síðan að ég skyldi ná að taka 100 kg. í bekkpressu áður en árið væri liðið. Þessu markmið náði ég á mánudaginn, húrrrrrra fyrir mér. Ég er mjög ánægður með þennan árangur þó svo að ég viti að öðrum finnist þetta nú hálfgert húmbúkk. Ég meira að segja náði að lyfta 110 kg. einu sinni, geri aðrir betur.

þriðjudagur, janúar 11, 2005


Búið að tjasla drengnum saman og hann kominn upp í rúm að hvíla sig. Posted by Hello

Rakel og Siggi settu upp leikrit á sjúkrahúsinu, þar sem að Rakel var í hlutverki umhyggjusamrar móður og Siggi í hlutverki aumkunarverðs sjúklings. Mér sýnist að uppfærslan hafi nú tekist býsna vel. Talandi um uppfærslur, Siggi var búin að landa stóru hlutverki í leikritinu "Kalli á þakinu" sem Óskar Jónasson var að fara setja upp í Borgarleikhúsinu, sem hann missir nú í hendurnar á einhverjum öðrum vegna fótbrotsins (arghhhhhhhhhh). Hann þarf að vera að minnsta kosti 4-5 vikur í gipsinu. Posted by Hello

Á þessari mynd sést greinilega hvernig pípurnar hafa báðar brotnað í sundur. Posted by Hello

Siggi í röntgenmyndatökunni. Brotið sést vel þó svo að myndin sé tekin í þónokkurri fjarlægð. Posted by Hello

mánudagur, janúar 10, 2005

Innlent | mbl.is | 10.1.2005 | 13:07

Annasöm helgi hjá lögreglunni í Reykjavík

Eftir hádegi á sunnudag flutti sjúkrabíll slasaðan dreng á slysadeild. Drengurinn hafði verið á skíðum í skíðabrekkunni við Jafnasel og var talið að hann hefði fótbrotnað.

Þessi frétt birtist í morgunblaðinu í morgun. Umræddur piltur er engin annar en Sigurður Óskarsson sonur minn og liggur hann nú fótbrotinn á Borgarspítalanum mikið kvalinn. Siggi fór sem sagt á skíð með vinum sínum um hádegisbil á sunnudag og ætluðu þeir að gera sér glaðan dag í brekkunum sem endaði með því að Siggi missti stjórn á skíðunum í þriðju bunu og keyrði að Högna vin sinn sem var á Stiga sleða með þeim afleiðeiðingum að báðar pípurnar í fætinum fóru í sundur fyrir ofan skíðaskó. Hann þurfti að fara í aðgerð í gærkveldi og voru settir tveir naglar í beinið til þess að halda þeim sem best á réttum stað á meðan að beinin gróa.
Hann kemur nú vonandi heim í dag og þá verða allir á heimilinu að vera extra góðir við hann. Rakel var með myndavél í vasanum þegar við fórum upp á slysó og við smelltum því af nokkrum myndum sem munu birtast hér á síðunni á morgun. Ég náði meira að segja mynd af röntgenmyndinni sem var tekin af fætinum, hún er allsvakaleg.

fimmtudagur, janúar 06, 2005


Skari að hella kampavíninu Posted by Hello

Raggi, Kalli, Elsa og Maggý Posted by Hello

Myndirnar úr nýjárspartýinu sem teknar voru á poloroidvélina hans Otto Posted by Hello

miðvikudagur, janúar 05, 2005


Hrikaleg mynd frá Thailandi. Þetta er ekkert annað en ömurlegt. Posted by Hello

Full mikið lestaður þessi! Posted by Hello
Nú er úti veður vont verður allt að klessu!!!!!




Miklar umræður hafa verið á milli sparksérfræðinga hér á landi sem annars staðar, um hvort að mark hafi verið skorað í leik Man United og Tottenham í fyrrakvöld. Hér upplýsist það fyrst í heimi að ekkert mark var skorað í þessum leik ef eitthvað er að marka myndina hér að ofan. Posted by Hello

Þeir sem ekki fangu jóla og nýjárskort frá okkur fjölskyldunni fá það hér með. Posted by Hello

Mikil nýjársgleði var haldin á Njarðargötunni á nýjársdag. Þar mætti prúðbúið fólk með það eitt að leiðarljósi að skemmta sér og það ærlega. Gestir stóðu við stóru orðin og skemmtu sér konunglega en eitthvað fór áfengið öfugt ofan í suma því þeir skemmtu sér svo mikið að hurðar, stólar og jólatré fjölskyldunnar fengu að kenna á því óþvegið. Nokkrar skræpur læstus inni á klósetti og hreinlega töpuðu sér af því að þær voru þar með útilokaðar frá frekari þátttöku í nýjársgleðinni og létu reiði sína bitna á klósetthurðinni svo stórsá á. Húsráðandi þurfti því að grípa til neyðarúrræðis og blés því til stórsóknar gegn hurðinni sem skildi að villidýrinn á kamrinum og aðra veislugesti. Hurðinn lét að lokum í minnipokann gegn þessum stöðugu árásum úr báðum áttum og lyppaðist í gólfið kvikindunum á kamrinum til mikillar gleði. Þetta var annars alveg feiknagott partý en sumir fóru kannski einum of geyst í ölið. En batnandi mönnum er best að lifa. Posted by Hello
Jæja þá er nýtt ár gengið í garð með nýjum fyrirheitum. Ég las stjörnuspánna um þessi áramót eins og ég geri alltaf og gat þá ekki betur séð en að árið yrði allra best fyrir þá sem eru fæddir í tvíburamerkinu. Rakel loðm. er tvíburi þannig að ef 10% af því stenst sem stendur í stjörnuspánni þá er hún í góðum málum. Í minni stjörnuspá kom einungis fram að ég fengi nóg að ...íða á því herranns ári 2005. Það verður því nóg að gera hjá Kelu loðm á nýju ári.

fimmtudagur, desember 30, 2004

Samkvæmt kortinu hér að neðan þá hef ég komið til 17 landa á ferðalögum mínum um ævina. Það segir mér að ég hafi heimsótt 7% þeirra landa sem eru á kortinu.


create your own visited countries map
or vertaling Duits Nederlands

miðvikudagur, desember 29, 2004


Rakel og Mamma í eldhúsinu á aðfangadag! Posted by Hello

Úpps, vitlaus mynd. Hér kemur SAGA mín. Posted by Hello

Gvöð hvað það er nú miklu skemmtilegra að vera með myndir á bloggsíðunni sinni. Rakel konan mín er ekki með neinar myndir á sinni bloggsíðu, enda er hennar síða miklu ljótari en mín. Ég mun vera með að minnsta kosti eina mynd með hverri færslu inná síðuna. Hérna er til dæmis mynd af henni SÖGU þar sem hún er að glugga í íslenskar bókmenntir, svei mér þá ef hún ætlar ekki að verða alveg eins og mamma sín. Posted by Hello

Siggi flottur í nýju jakkafötunum sem hann valdi sjálfur. Hann var miklu flottari en pabbi sinn, sem má muna sinn fífil fegurri. Posted by Hello

Saga sæta eftir jólabaðið! Hún var ekki kát með að vera rifin uppúr baðinu og vafin inn í handklæði í músarlíki. Posted by Hello

Rakel og börnin Posted by Hello

Jólatréð ógurlega Posted by Hello
Jæja þá er ekki seinna vænna en að byrja að blogga aftur víst kerlingarhróið hún Rakel Loðmfjörð hefur þegar sett sig í blogg stellingar fyrir þremur dögum. Nú er jólin búin og allir gjörsamlega búnir á því andlega og líkamlega. Þetta voru ágæt jól en full stutt í annan endann fyrir minn smekk, hefðu mátt vera svona viku lengur. Þá hefði maður getað skellt sér á skíði í bláfjöllum og keyrt eitthvað upp í sveit og farið í göngutúra.
En við vorum með flott jólatré þetta árið eins og endranær og ætla ég að skella mynd af því hér inn á síðuna.

föstudagur, júlí 09, 2004


Siggi var a? keppa ? g?r ? ?slandsm?tinu ? tu?rusparki og st?? sig me? eind?mum vel. ?g og kerlingar?lftin m?n f?rum me? S?gu litlu a? horfa ? og ?lftin gagga?i alveg eins og vifirringur allan t?mann. ?g ?urfti ? endanum a? tj??ra hana vi? staur 200 metrum fr? vellinum svo a? h?n hleypti ekki ?llu ? b?l og brand. Posted by Hello

miðvikudagur, júlí 07, 2004


Siggi vi? hli?ina ? rau?um Ferrari Posted by Hello

Fiskimannama?urinn me? fiskipriki? sitt og vei?isn?runa tilb?na. Lax? ? D?lum kallar og allt or?i? kl?rt. Posted by Hello

?g me? skegg Posted by Hello
Bloggið lifir!

Skari Sig Posted by Hello
Óskar Sigurðsson
Fór á sparktuðruleik með Sigga mínum í gærkveldi. Fyrsti sparktuðruleikur sem ég hef farið á í mörg ár og ég held að ég fari ekki á fleiri, allaveg ekki hér heima á fróni. Valur var að etja kappi við Stjörnumenn í þessum leik og verður að segjast eins og er að þessi leikur var vægast sagt arfaslakur þó svo að mörkin hafi verið fimm. Alveg hreint með ólíkindum hversu slakir við erum í þessum leik upp til hópa. Ég held að stelpurnar séu að verða betri í þessu en við strákarnir svei mér þá. Siggi var að vonum hundsvekktur enda ekki við öðru að búast, hans lið að keppa og þjálfarinn í liðinu. Valur komst að vísu í 2 - 0 í fyrri hálfleik en skitu síðan alveg upp á bak í seinni hálfleik og töpuðu leiknum 3 - 2 fyrir arfaslökum Stjörnumönnum. Við feðgarnir skemmtum okkur samt ágætlega saman á leiknum, átum snakk, drukkum kaffi og kók og fylgdumst með heimskum áhorfendum segja skoðun sína á dómaranum og leikmönnum. Alveg með ólíkindum hvursu margir vitleysingar safnast saman á svona íþróttaviðburðum. Ég segi það núna og ég hef alltaf sagt það, áhangendur íþróttaliða eru upp til hóla algerir vitleysingar og leiðinlegir með afbrigðum.
Bloggið lifir!
Rakst fyrir tilviljun á link inn á bloggsíðu mína sem legið hefur niðri síðan í febrúar. Alltaf gaman að lesa gamalt blogg. En nú er nýtt blogg í gangi sem mun endast allavega út daginn. Ég og atvinnukonan mín fórum í laxveiðitúr í síðustu viku og skemmtum okkur konunglega. Við vorum alveg eins og pro-veiðimenn í þessum túr, vöknuðum fyrst á morgnana og komum ávallt síðust í hús á kveldin. Okkur varð samt ekki skrápurinn úr læðunni því við settum ekki í neinn lax að þessu sinni. Það stendur þó allt til bóta því við erum að fara í annan laxveiðitúr í lok mánaðarinns. Þá ætlum við að renna fyrir stórfiska í Húnavatnssýslunni, nánar tiltekið í henni Blöndu gömlu. Þar munum við fiska sem aldrei fyrr. Aldrei hefur það komið fyrir að við höfum komið fisklausir úr Blöndu og förum því ekki að taka upp á því núna. Við verðum þarna á besta tíma og engin verður með síma í þónokkurn tíma en vonandi þurfum við ekkert að líma en þó má glíma og ríma að vild.
Jæja nóg af rugli og bulli í bili.

fimmtudagur, febrúar 12, 2004

Jæja þá er maður dottinn í bloggið aftur, enda ekki seinna vænna á þessum síðustu og verstu. Nú er ég byrjaður í ræktinni á fullu og lít nú út eins og nýsleginn túskildingur. Djöfull munar það miklu að hreyfa sig reglulega, ég var bara búin að gleyma því hvað manni líður mun metur andlega og líkamlega. Ég fer svona 5 til 6 sinnum í viku í hádeginu og tek vel á því. Það verður einhvern vegin miklu meira úr deginum og þegar maður kemur aftur í vinnuna þá er maður ferskur sem lax í sjó. Jæja nóg um þennan ferskleika. Það er nú ekki mikið skemmtilegt framundan, matarboð hjá Dabba á föstudaginn að vísu. Annars verður bara slakað á um helgina, farið í sund og einhver hugguleg heit.
Fór í ræktina í hádeginu og tók vel á því. Hitti þar Magnús Ver kraftajötunn (fyrrverandi sterkasti maður í heimi), Jón Arnar Magnússon tugþrautarkappa, Kára Stefánsson brjálæðing, Ólaf Ragnar Grímsson vitleysing, þuluna í ríkissjónvarpinu, Bjössa hallærislega kenndan við World Class, Bjössa hennar Öllu og Valda vin hans ofl. ofl. Það fór bara vel með á okkur og við skiptumst á skoðunum um heimsmálin. Kári var í geðveiku stuði og sagðist ætla að sigra heiminn, eða réttara sagt öskraði þetta yfir salinn um leið og hann tók 50 kíló í bekkpressu. Magnúsi ver var mjög brugðið við þetta uppistand hjá Kára og öskraði á hann á móti að ef hann hætti ekki þessu öskrum þá myndi hann kremja á honum hausinn í appelsínupressu. Annars voru menn bara spakir og voru almennt ekki með neinn æsing. Að vísu var þulan eitthvað að nudda sér upp við Jón Arnar og hann tók það eitthvað stinnt upp, en hann settlaði það mál með því að klípa þéttingsfast í snípinn á henni og horfa grimmdarlega á hana. Hún náði þeim skilaboðum. Annað gerðist nú ekki skemmtilegt eða vert til frásagnar í þessum hádegistíma.
Jæja þá er maður búinn að setja bloggið í smá andlitslyftingu og byrjaður að blogga á ný.

laugardagur, apríl 05, 2003

Ég var að lesa Moggann í morgun eins og ég geri flesta morgna og rakst þá á þetta snilldarbréf í velvakanda.

Ósmekklegur brandari

Ég var að lesa Dagskrá vikunnar 5. tbl. nánar tiltekið bls. 54. Þar er brandari sem er á þessa leið: "Hjónabandinu fylgja margar sorgir, einlífinu engin gleði."
Þetta fannst mér leiðinleg lesning því ég er nú sjálf búin að vera einhleyp í 25 ár og hef upplifað marga góða tíma. Sem dæmi get ég tekið ferð sem ég fór í með föður mínum til Svíþjóðar fyrir nokkrum árum. Veðrið var gott og við skoðuðum margt skemmtilegt. Eins hef ég planað mjög spennandi ferðalag í sumar sem ég mun fara í með bróður mínum. Ég er nú ekki viss um að allir giftir geti státað af því að vera að fara í sambærilegt frí. Ég vil bara koma á framfæri að hinir einhleypu geta alveg notið lífsins og langar mig í því sambandi að minnast á ungan mann sem ég sá ganga niður Stórholtið kl. 16.30 hinn 7 mars. Hann var í brúnum flauelsbuxum og blárri úlpu með rauðum röndum og það bókstaflega geislaði af honum því hann brosti svo breitt á göngutúrnum sínum. Hann var glaður þrátt fyrir að vera einn sem á að vera svo ömurlegt, samkvæmt Dagskrá vikunnar. Mér finnst að fólk ætti að taka menn eins og hann til fyrirmyndar, byrja að brosa og bara að sleppa því að lesa Dagskrá vikunnar.

Undir þetta skrifar Elísabet Ólafsdóttir rithöfundur

Já skammist ykkar hjá Dagskrá vikunnar. Hvað á það að þýða að halda því fram að það sé leiðinlegt að vera einhleypur, hvurslags er þetta.

Þetta er alger snillllllllllllllld. Það er æðislegt að vakna á laugardagsmorgun og byrja daginn á svona skemmtilesningu.

fimmtudagur, apríl 03, 2003

Jæja, þá er ég búin að athuga lekann sem er niðri í kjallara. Þetta er sennilege vatn sem kemur að utan sem betur fer. Mér sýnist þetta ekki vera sprungið rör eða klóak eins og ég óttaðist mest. Það var ekki mikið um pöddur í raka viðnum sem ég reif upp, þó var eitthvað um litlar nashyrngingsbjöllur og bavíanaskvettur en það kemur ekki að sök því þær nærast á skvettuskottum og hlébarðalóum sem eru skaðræðiskvikindi. Þær éta meðal annars sokka og þá aðalega bara annan sokkinn. Þær eru líka sólgnar í bíllykla og því er fyrir bestu að vera laus við þau kvikindi. Hvaða endemisrugl er þetta eiginlega..... Ég verð sem sagt að fara í það um helgina að komast fyrir lekann. Það verð ég að gera með því að leggja drenlögn við austurgafl litla hússins míns sem snýr út að Njarðargötu. Mér sýnist ég einnig verða að þétta gluggana í herbergjunum hjá krökkunum því það lekur inn með þeim. Alveg ótrúlegt hvað svona smá leki getur gert mikin óskunda. Jæja það veitir ekki af því að fara snemma að sofa til þess að safna kröftum fyrir helgina, ekki veitir af. zzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzz

miðvikudagur, apríl 02, 2003

Það gat nú verið, húsið er að hruni komið. Míglekur og öll gólf og veggir útþanin af vökva. Það er annaðhvort sprungið rör einhverstaðar undir gólfinu eða þá að helvítis klóakið er sprungið. Þá fyllist væntanlega allt af rottum og ófögnuði. Þau kvikindi komast alla vega ekki upp á efri hæðin því ég er nýbúin að setja þar hlið svo að stóru tröllabörnin mín komist ekki upp að bögga mig og eiginkonu mína. Kannski er þetta vegna þess að það er ekkert dren með húsinu og nú fyllist allt af vatni vegna helvítis vatnsaustursins sem verið hefur undanfarna daga. Þetta kemur náttúrulega á versta tíma, hef aldrei verið jafn blankur og skuldað jafn mikið. Ég veit hreinlega ekki hvernig ég á að fara að þessu, svei mér þá alla mína daga. Ætli maður verði ekki að taka sér kúbein í hönd og komast að rótum vandans, það er fyrsta mál á dagskrá. Þá kemur líklega allskyns ófögnuður í ljós og ég verð að flytja fjölskylduna út úr húsinu á meðan á framkvæmdum stendur. En þetta kemur allt í ljós á næstu dögum. Þetta á eftir að verða dýrt spaug það er ég viss um.
Já, nú man ég það, ég á líka eftir að gera við þakið sem var næstum hrunið yfir okkur á síðasta ári þegar unglingspiltur á Benz föður síns bakkaði á staur fyrir utan húsið sem hrundi á þakið og stórskemmdi það. Já það er ýmislegt sem þarf að fara að gera. Þessi gömlu hús eru nátturulega tikkandi tímasprengja, maður veit aldrei hverju maður á von á næst. Grrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrr andskotannnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnns

miðvikudagur, mars 26, 2003

Já það er ekki mikið að gerast á blogginu hjá mér. Það fer allur tímin í það að lesa bloggið hjá öllum hinum. Þar er bloggað tímunum saman og maður er farin að velta því fyrir sér hvað þetta fólk eiginlega geri annað en að blogga. Nú er Rakel loks komin heim úr fangelsinu og ég er mjög hress með það. Það var eins gott að hún var svona lengi því annars hefði hún komist að því hvað ég var óþekkur strákur á fimmtudaginn. Ég gerði mörg axarsköftin þann daginn, eða réttara sagt kvöldið og eru þær lýsingar ekki við hæfi barna börnin góð, þannig að þið fáið ekki að heyra neitt fyrr en þið eruð orðin stór.

laugardagur, mars 08, 2003

Djöööööööööö......... skítur frá helvíti, ég er bloggari frá helvíti. Aldrei stafkrókur á mínu bloggi á meðan að allir hinir bloggararnir blogga sem þeir eigi lífið að leysa.
Jæja það verður víst að gera bragabót á þessum aumingjaskap úr iðrum jarðar. Æiiiiiiiiiiiii, nei ég nenni því ekki, er með það sem er kallað rithöfundarstíflu á hággu stigi. Ég held nú samt að þetta fara allt saman að koma, hmmmmmmmmmm. Auk þess er ég fingurbrotinn og þykist ekki vita af því, það er fjandanum erfiðarar að hitta á þessa litlu takka með þrefaldann putta. Grenjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjj................ frá helvíti. Annars kenni ég svo í brjósti um konkvendi mitt að ég er alveg að faras. Vona að kvonkvendið fari að jafna sig á þessu helv.................... annars er illt í efni. Kvonkvendið jafnast ekkert og við vitum ekki í hvorn jaxlinnnnnn við eigum að míga. Nennum ekki að vera með eitthvað væl..... og þess vegna bíðum við von úr hugsun eftir því að þetta bara hverfi, en ég held samt að það séu litlar líkur á því í þetta sinn. Kannski verður þetta betra á morgun, það er aldrei að vita. Nei það var ekkert betra í morgun..............., það var verra.

mánudagur, febrúar 24, 2003

Kafli 4.

Á ég að trúa því að þið vitið ekki að það hefur geysað drepsótt á landinu síðastliðnar vikur sem hefur komið helming landsmanna í gröfina. Þú segir fréttir. Við höfðum ekki hugmynd um það, við erum búin að vera lokuð inni í Rúgbrauðsgerðinni í 6 vikur að reyna að semja við gluggaútstillangarfélagið um kjarabætur. Þú segir ekki, og ekki haft grænan grun um það sem hefur dunið á þjóðinni. Nei alveg satt. En þetta gæti orðið til þess að deilan leystist. Hvernig þá? Ja, það eru nú ekki margir í félagi gluggaútstillingarmanna, ég held þeir séu tveir. Þannig að ef svo heppilega vildi til að þeir væru dauðir, sem ég held að séu bara talsverðar líkur á, þá get ég ekki séð að það sé einhver tilgangur í því að halda samningaviðræðum áfram. Hei dettum í það! Kallaði einhver í hópnum út úr munninum sínum. Geðveikt stuð! Hrópuðu þá allir hinir út úr sínum munnum, og ruku af stað í áttina að Feita tröllinu sem er bar í nágrenninu. Þetta er nú sá undarlegasti hópur fólks sem ég hef rekist á um tíðina og hef ég þó hitt þá marga hugsaði ég með mér er ég horfði á hersinguna hlaupa öskrandi í áttina að vítaverðu kæruleysi og öllu sem því fylgir.
Rauðhærði strætisvagnabílstjórinn lá hreyfingarlaus í biðskýlinu og virtist vera farin yfir móðuna miklu. Grey strákurinn hugsaði ég með mér og klóraði mér í rassgatinu. Það er ekki sama hvort að það er jón eða rauðhærður jón.
Jæja víst að rauða flakið var dautt og drepsóttinn yfirstaðin, þá sá ég nú í fyrsta sinn í langann tíma fram á betri tíð með blóm í haga. Ég tók því fingurinn minn út úr rassgatinu mínu og gekk glaður í bragði út í nóttina. Hvað átti ég nú að gera af mér, ég var orðinn eitthvað svo eyrðarlaus eftir allt sem á undan hafði gengið, að ég gat ekki með nokkru móti hugsað mér að fara heim strax. Ég ákvað því að koma við á Feita Tröllinu og forvitnast um hvað hefði orðið af fólkinu úr Rúgbrauðsgerðinni.
Hér ferð þú ekki inn fyrir dyr ungi maður, sagði feitlaginn maður sem stöð í dyragættinni á Feita Tröllinu. Hva, af hverju ekki. Hér ríkir stríðsástand innandyra. Nú, hvað er á seyði? Það kom hingað hópur fólks fyrir stuttu sem er hreinlega að ganga af göflunum hérna inni, mígandi og skítandi upp um alla veggi. Hvað segirðu maður, ungir sem aldnir? Já, mannaskítur og hland fara sko ekki í manngreiningarálit. Djö mar, þetta er svakalegt. Gakktu í bæinn ungi maður. Ha! Ofboðslega ertu auðtrúa, geturðu ekki tekið smá gríni. Ég ætlaði að fara að segja það. Það kæmi mér svo sem ekki mikið á óvart þó svo að þetta hefði verið satt, því ég þekki nefnilega þetta fólk og því er trúandi til alls. Ég veit ekkert um það svo ég segi bara góða skemmtun. Ég gekk innfyrir og skimaði í kringum mig. Vá, þetta er sko þreyttur pöbb, hugsaði ég með mér þegar mér var litið á þá gesti sem saman voru komnir þarna í salnum. Út í einu horni staðarins var hrúga af sofandi fólki og þegar betur var að gáð gat ég ekki betur séð en að þetta væru einmitt samningamennirnir úr Rúgbrauðsgerðinni. Einn bjór hafði greinilega verið of mikið fyrir þennan úrvinda hóp sem hafði setið við samningaborðið í 6 vikur samfleytt, það hafði sennilega slokknað á þeim um leið og þau tóku fyrsta sopann. Þetta var skrýtin sjón. Við barinn stóðu tveir álappalegir miðaldra menn í gulum krumpugöllum. Skyldu þeir vera skyldir hugsaði ég með mér, í krumpugöllum í stíl. En það var fleira sem var í stíl hjá þeim, þeir voru báðir í ljósbláum mokkasíum og til að yfirstrika þær voru þeir í grænum hekluðum legghlífum. Þetta fannst mér vera of mikið til þess að vera satt svo að ég nuddaði augun til þess að vera nú alveg viss um að mig væri ekki að dreyma. Nei, þetta var sko engin draumur.

þriðjudagur, febrúar 18, 2003

Kafli 3.

Jæja þetta hefur þú upp úr því að vera með þessi helvítis læti. Ég veit, ég veit, en ég bara get ekkert gert að þessum skapbrestum mínum, sagði rauðhærði strætisvagnabílstjórinn og saug upp í nefið. Það hefði hann ekki átt að gera því nefið á honum datt af í heilu lagi og rúllaði núna á gangstéttinni fyrir framan mig. Ég hafði nú séð þá marga ljóta rauðhærða í gegnum tíðina, en þetta var tú mutts. Ég hreinlega veltist um af hlátri fyrir framan aumingja manninn, sem vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Nú dreif að hópur fólks til þess að sjá hvað væri nú eiginlega í gangi þarna á gangstéttinni. Hvað er eiginlega á seyði hér, sagði einn úr hópnum með spurningarmerki í rassinum. Sjáiði vesalings vagnstjórann, sagði þá lítil stúlka í hópnum og benti í áttina að gaddavírshausnum sem stóð eins og eldingu hefði lostið í hausinn á honum að minnsta kosti svona 200 sinnum. Ég á bara ekki til orð, sagði gamla konan með regnhlífina, hafiði nokkurn tíman séð svo ólánsaman mann? Nú varð hreinlega allt vitaust á stéttinni og fleira flók dreif að. Allir hlógu ósköp mikið að eldingavaranum sem átti sér ekki viðreisnar von og öll sund lokuð. Ég er ekkert ljótur öskraði hann, ég er bara veikur frussaði hann út úr sér og helmingur af framtönnunum fygldu með. Þú ert nú bara eins og heilt leikhús, veinaði miðaldra maður úr hersingunni sem hafði nú króað manninn af inn í strætóskýli.
Nú var ég komin með verulegt samviskubit, því hópurinn á stéttinni hafði nú tekið til við að týna spjarirnar af manninum og útlimir hans fylgdu með. Þetta þótti múgnum alveg drepfyndið og héldu því áfram þessum ljóta leik. Hvað er eiginlega að gerast í heilanum á ykkur? Gerið þið ykkur ekki grein fyrir því að maðurinn er illa haldin af drepsóttinni ógurlegu? Þetta var nóg. Allir hættu í ljóta leiknum og hörfuðu með skelfingarskugga í augunum afturábak. Hvað sagðir þú, sárasótt? Nei, drepsótt. Drepsótt, hvað er nú það, spurði allur hópurinn í sömu setningunn