mánudagur, janúar 10, 2005

Innlent | mbl.is | 10.1.2005 | 13:07

Annasöm helgi hjá lögreglunni í Reykjavík

Eftir hádegi á sunnudag flutti sjúkrabíll slasaðan dreng á slysadeild. Drengurinn hafði verið á skíðum í skíðabrekkunni við Jafnasel og var talið að hann hefði fótbrotnað.

Þessi frétt birtist í morgunblaðinu í morgun. Umræddur piltur er engin annar en Sigurður Óskarsson sonur minn og liggur hann nú fótbrotinn á Borgarspítalanum mikið kvalinn. Siggi fór sem sagt á skíð með vinum sínum um hádegisbil á sunnudag og ætluðu þeir að gera sér glaðan dag í brekkunum sem endaði með því að Siggi missti stjórn á skíðunum í þriðju bunu og keyrði að Högna vin sinn sem var á Stiga sleða með þeim afleiðeiðingum að báðar pípurnar í fætinum fóru í sundur fyrir ofan skíðaskó. Hann þurfti að fara í aðgerð í gærkveldi og voru settir tveir naglar í beinið til þess að halda þeim sem best á réttum stað á meðan að beinin gróa.
Hann kemur nú vonandi heim í dag og þá verða allir á heimilinu að vera extra góðir við hann. Rakel var með myndavél í vasanum þegar við fórum upp á slysó og við smelltum því af nokkrum myndum sem munu birtast hér á síðunni á morgun. Ég náði meira að segja mynd af röntgenmyndinni sem var tekin af fætinum, hún er allsvakaleg.

Engin ummæli: