Enn einn föstudagurinn runnin upp og enn ein helgin framundan. Helgin mun að öllum líkindum fara í vinnu hjá mér, því ég tók að mér málningarvinnu fyrir einn af starfsfélögum mínum. Ég mun því vera á kafi í ryki og skít upp fyrir haus alla helgina. En ég væli nú ekkert yfir því enda jólavisa á næsta leyti og ekki verra að vera búin að afla dálítið aukreitis fyrir reikningnum. Talandi um Visa. Ég tók þá ákvörðun núna fyrir jólin að nota ekkert visa kort þessi jól, eða alla vega stilla því í algert hóf. Þessi ákvörðun mín stóð lengi vel fram eftir desember en að lokum þá þurfti ég að rífa fram gullkortið og byrja að strauja eina og vitskertur álfur út um allan bæ. Alveg er það með ólíkindum hvað maður eyðir mikið af peningum fyrir þessi blessuð jól, þrátt fyrir fögur fyrirheit um annað. En það þýðir nú ekkert að grenja útaf því, þannig er þetta bara og mun sennilega ekkert breytast þó svo að maður verði sífellt vitrari (vitskertari) með aldrinum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli