Rétt í þessu var nágranni minn hann Rúnar að hringja í mig og segja mér að það hefði verið klesst á bílinn minn í morgun. Hann var sem sagt á leiðinni í vinnuna í morgun þegar bíllinn hans rann afturábak og klessti mína fínu Toyotu bifreið. Hef ekki ennþá komist í það að kíkja á skemmdirnar en þær eru að sögn Rúnars óverulegar. Annars byrjar þessi mánuður ekkert allt of vel. Saga búin að vera meira og minna veik, Siggi búin að mölbrjóta á sér fótlegginn og þar með missa af hlutverkinu sem hann var búin að landa í uppfærslu Óskars Jónassonar á Kalla á þakinu, Rúnar búin að klessa á bílinn okkar og ég veit ekki hvað. Ég sem var alveg handviss um að þetta ár yrði mér og mínum gott ár. En það eru þó ekki eintóm vátíðindi. Rakel er á uppleið innan fyrirtækisins sem hún er að vinna hjá, hún hefur nú þegar fengið stöðuhækkun þó svo að hún hafi einungis unnið hjá þessu fyrirtæki í hálft ár. Gott hjá henni! Annars held ég að árið verði gott þó svo að þetta byrji svona í janúar. Ég hef líka alltaf trúað því að fall sér fararheill og að ekki sé svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott, hmmmmmmmm. Jæja nóg af blaðri í bili, er farinn í ræktina.
PS. Talandi um ræktina. Ég setti mér það sem markmið þegar ég byrjaði í ræktinu fyrir tæpu ári síðan að ég skyldi ná að taka 100 kg. í bekkpressu áður en árið væri liðið. Þessu markmið náði ég á mánudaginn, húrrrrrra fyrir mér. Ég er mjög ánægður með þennan árangur þó svo að ég viti að öðrum finnist þetta nú hálfgert húmbúkk. Ég meira að segja náði að lyfta 110 kg. einu sinni, geri aðrir betur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli