Kafli 4.
Á ég að trúa því að þið vitið ekki að það hefur geysað drepsótt á landinu síðastliðnar vikur sem hefur komið helming landsmanna í gröfina. Þú segir fréttir. Við höfðum ekki hugmynd um það, við erum búin að vera lokuð inni í Rúgbrauðsgerðinni í 6 vikur að reyna að semja við gluggaútstillangarfélagið um kjarabætur. Þú segir ekki, og ekki haft grænan grun um það sem hefur dunið á þjóðinni. Nei alveg satt. En þetta gæti orðið til þess að deilan leystist. Hvernig þá? Ja, það eru nú ekki margir í félagi gluggaútstillingarmanna, ég held þeir séu tveir. Þannig að ef svo heppilega vildi til að þeir væru dauðir, sem ég held að séu bara talsverðar líkur á, þá get ég ekki séð að það sé einhver tilgangur í því að halda samningaviðræðum áfram. Hei dettum í það! Kallaði einhver í hópnum út úr munninum sínum. Geðveikt stuð! Hrópuðu þá allir hinir út úr sínum munnum, og ruku af stað í áttina að Feita tröllinu sem er bar í nágrenninu. Þetta er nú sá undarlegasti hópur fólks sem ég hef rekist á um tíðina og hef ég þó hitt þá marga hugsaði ég með mér er ég horfði á hersinguna hlaupa öskrandi í áttina að vítaverðu kæruleysi og öllu sem því fylgir.
Rauðhærði strætisvagnabílstjórinn lá hreyfingarlaus í biðskýlinu og virtist vera farin yfir móðuna miklu. Grey strákurinn hugsaði ég með mér og klóraði mér í rassgatinu. Það er ekki sama hvort að það er jón eða rauðhærður jón.
Jæja víst að rauða flakið var dautt og drepsóttinn yfirstaðin, þá sá ég nú í fyrsta sinn í langann tíma fram á betri tíð með blóm í haga. Ég tók því fingurinn minn út úr rassgatinu mínu og gekk glaður í bragði út í nóttina. Hvað átti ég nú að gera af mér, ég var orðinn eitthvað svo eyrðarlaus eftir allt sem á undan hafði gengið, að ég gat ekki með nokkru móti hugsað mér að fara heim strax. Ég ákvað því að koma við á Feita Tröllinu og forvitnast um hvað hefði orðið af fólkinu úr Rúgbrauðsgerðinni.
Hér ferð þú ekki inn fyrir dyr ungi maður, sagði feitlaginn maður sem stöð í dyragættinni á Feita Tröllinu. Hva, af hverju ekki. Hér ríkir stríðsástand innandyra. Nú, hvað er á seyði? Það kom hingað hópur fólks fyrir stuttu sem er hreinlega að ganga af göflunum hérna inni, mígandi og skítandi upp um alla veggi. Hvað segirðu maður, ungir sem aldnir? Já, mannaskítur og hland fara sko ekki í manngreiningarálit. Djö mar, þetta er svakalegt. Gakktu í bæinn ungi maður. Ha! Ofboðslega ertu auðtrúa, geturðu ekki tekið smá gríni. Ég ætlaði að fara að segja það. Það kæmi mér svo sem ekki mikið á óvart þó svo að þetta hefði verið satt, því ég þekki nefnilega þetta fólk og því er trúandi til alls. Ég veit ekkert um það svo ég segi bara góða skemmtun. Ég gekk innfyrir og skimaði í kringum mig. Vá, þetta er sko þreyttur pöbb, hugsaði ég með mér þegar mér var litið á þá gesti sem saman voru komnir þarna í salnum. Út í einu horni staðarins var hrúga af sofandi fólki og þegar betur var að gáð gat ég ekki betur séð en að þetta væru einmitt samningamennirnir úr Rúgbrauðsgerðinni. Einn bjór hafði greinilega verið of mikið fyrir þennan úrvinda hóp sem hafði setið við samningaborðið í 6 vikur samfleytt, það hafði sennilega slokknað á þeim um leið og þau tóku fyrsta sopann. Þetta var skrýtin sjón. Við barinn stóðu tveir álappalegir miðaldra menn í gulum krumpugöllum. Skyldu þeir vera skyldir hugsaði ég með mér, í krumpugöllum í stíl. En það var fleira sem var í stíl hjá þeim, þeir voru báðir í ljósbláum mokkasíum og til að yfirstrika þær voru þeir í grænum hekluðum legghlífum. Þetta fannst mér vera of mikið til þess að vera satt svo að ég nuddaði augun til þess að vera nú alveg viss um að mig væri ekki að dreyma. Nei, þetta var sko engin draumur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli