"You can live to be a hundred if you give up all the things that make you want to live to be a hundred"
fimmtudagur, apríl 03, 2003
Jæja, þá er ég búin að athuga lekann sem er niðri í kjallara. Þetta er sennilege vatn sem kemur að utan sem betur fer. Mér sýnist þetta ekki vera sprungið rör eða klóak eins og ég óttaðist mest. Það var ekki mikið um pöddur í raka viðnum sem ég reif upp, þó var eitthvað um litlar nashyrngingsbjöllur og bavíanaskvettur en það kemur ekki að sök því þær nærast á skvettuskottum og hlébarðalóum sem eru skaðræðiskvikindi. Þær éta meðal annars sokka og þá aðalega bara annan sokkinn. Þær eru líka sólgnar í bíllykla og því er fyrir bestu að vera laus við þau kvikindi. Hvaða endemisrugl er þetta eiginlega..... Ég verð sem sagt að fara í það um helgina að komast fyrir lekann. Það verð ég að gera með því að leggja drenlögn við austurgafl litla hússins míns sem snýr út að Njarðargötu. Mér sýnist ég einnig verða að þétta gluggana í herbergjunum hjá krökkunum því það lekur inn með þeim. Alveg ótrúlegt hvað svona smá leki getur gert mikin óskunda. Jæja það veitir ekki af því að fara snemma að sofa til þess að safna kröftum fyrir helgina, ekki veitir af. zzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzz
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli