Ég var að lesa Moggann í morgun eins og ég geri flesta morgna og rakst þá á þetta snilldarbréf í velvakanda.
Ósmekklegur brandari
Ég var að lesa Dagskrá vikunnar 5. tbl. nánar tiltekið bls. 54. Þar er brandari sem er á þessa leið: "Hjónabandinu fylgja margar sorgir, einlífinu engin gleði."
Þetta fannst mér leiðinleg lesning því ég er nú sjálf búin að vera einhleyp í 25 ár og hef upplifað marga góða tíma. Sem dæmi get ég tekið ferð sem ég fór í með föður mínum til Svíþjóðar fyrir nokkrum árum. Veðrið var gott og við skoðuðum margt skemmtilegt. Eins hef ég planað mjög spennandi ferðalag í sumar sem ég mun fara í með bróður mínum. Ég er nú ekki viss um að allir giftir geti státað af því að vera að fara í sambærilegt frí. Ég vil bara koma á framfæri að hinir einhleypu geta alveg notið lífsins og langar mig í því sambandi að minnast á ungan mann sem ég sá ganga niður Stórholtið kl. 16.30 hinn 7 mars. Hann var í brúnum flauelsbuxum og blárri úlpu með rauðum röndum og það bókstaflega geislaði af honum því hann brosti svo breitt á göngutúrnum sínum. Hann var glaður þrátt fyrir að vera einn sem á að vera svo ömurlegt, samkvæmt Dagskrá vikunnar. Mér finnst að fólk ætti að taka menn eins og hann til fyrirmyndar, byrja að brosa og bara að sleppa því að lesa Dagskrá vikunnar.
Undir þetta skrifar Elísabet Ólafsdóttir rithöfundur
Já skammist ykkar hjá Dagskrá vikunnar. Hvað á það að þýða að halda því fram að það sé leiðinlegt að vera einhleypur, hvurslags er þetta.
Þetta er alger snillllllllllllllld. Það er æðislegt að vakna á laugardagsmorgun og byrja daginn á svona skemmtilesningu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli