miðvikudagur, janúar 05, 2005


Mikil nýjársgleði var haldin á Njarðargötunni á nýjársdag. Þar mætti prúðbúið fólk með það eitt að leiðarljósi að skemmta sér og það ærlega. Gestir stóðu við stóru orðin og skemmtu sér konunglega en eitthvað fór áfengið öfugt ofan í suma því þeir skemmtu sér svo mikið að hurðar, stólar og jólatré fjölskyldunnar fengu að kenna á því óþvegið. Nokkrar skræpur læstus inni á klósetti og hreinlega töpuðu sér af því að þær voru þar með útilokaðar frá frekari þátttöku í nýjársgleðinni og létu reiði sína bitna á klósetthurðinni svo stórsá á. Húsráðandi þurfti því að grípa til neyðarúrræðis og blés því til stórsóknar gegn hurðinni sem skildi að villidýrinn á kamrinum og aðra veislugesti. Hurðinn lét að lokum í minnipokann gegn þessum stöðugu árásum úr báðum áttum og lyppaðist í gólfið kvikindunum á kamrinum til mikillar gleði. Þetta var annars alveg feiknagott partý en sumir fóru kannski einum of geyst í ölið. En batnandi mönnum er best að lifa. Posted by Hello

Engin ummæli: