fimmtudagur, ágúst 14, 2008

Nýr meirihluti í borginni!

Svei mér þá alla mína daga, nú rétt í þessu var verið að mynda fjórða meirihlutann á aðeins tveimur árum. Sósi á hreinlega ekki til orð yfir þessari hringavitleysu en er þó sáttur við að búið sé að bola Ólafi F. í burtu og vonar að Jakob Frímann fari sömu leið. Sósa barst til eyrna fyrr í dag að Ólafur F. sæti einn heima hjá sér ruggandi sér í lendunum og snúandi sér í hring með veldissprotann í hendi og keðjuræksnið um hálsinn.
Olivier mættur á klakann ásamt fríðu föruneyti

Olivier tilvonandi mágur Sósa til margra ára ,sást á vappi ásamt fríðu föruneyti í Leifstöð í nótt. Olivier er hingað komin til þess að kvænast systur Sósa en hyggst þó ekki dvelja hér á landi lengur en þann tíma sem það mun taka. Sósi skellti sér upp í Hafnarfjörð í morgunsárið með myndavélina að vopni til þess að smella mynd af kauða, og það má með sanni segja að Sósi hafi gripið hann glóðvolgan í svefnsófanum á Miðvangi þar sem hann kúrði í bleikum satín-streng einum klæða.
Sósa í landsliðið

Sósi er í sárum eftir óþarft tap á móti Suður-Kóreu í morgun. Sósa fannst eins og það vantaði einhvern neista í strákana og bíður því fram krafta sína til þess að kveikja þann neista. "Sósa til Peking" segir Sósi og er ekkert að djóka.

föstudagur, ágúst 08, 2008

Galdrasyning.is

Sósi hvetur alla þá sem gaman hafa þjóðfræði að kíkja inn á vefinn www.galdrasyning.is sem er frábær vefur hannaður af galdramanninum góða Sigurði Atlasyni. Enn fremur hvetur Sósi alla til þess að gera sér ferð vestur og skoða galdrasýninguna á ströndum þar sem hinn sami Sigurður ræður húsum og brynnnir líka músum ef vel liggur á honum. Siggi á það meira að segja til að bjóða fóli í glas, en Sósi varar þó fólk við að þiggja meira en eitt glas, því í glasinu hans Sigga er bæði hátt til lofts og vítt til veggja. Þessa mynd tók Sósi af Sigga síðast er hann var í heimsókn.
Glitnismaraþonnið 23. ágúst

Sósi minnir á Glitnismaraþonið sem hlaupið verður þann 23. ágúst næstkomandi, nánar tiltekið á afmælisdegi Sósa. Sósi hafði ráðgert að taka þátt og hlaupa heilt maraþon, en verður að sitja heima vegna brúðkaups í fjölskyldunni. Sósi vill minna þá sem ætla sér að taka þátt í lengri vegalengdunum að muna eftir bleyjunum því annars gæti farið eins fyrir ykkur og hlauparanum á myndinni hér til hlíðar. Þetta kallar maður að skíta ærlega upp á bak!

fimmtudagur, ágúst 07, 2008

Páll Óskar mun skarta nýju útliti á Gay-Pride

Sósi fékk leyfi hjá söngdívunni og gleðistautnum Páli Óskari til þess að birta fyrstur mynd af honum eins og hann mun birtast landsmönnum í gleðigöngunnni sem farinn verður á laugardaginn í tengslum við Gay-Pride. Páll Óskar sagði Sósa að hann væri himinlifandi yfir yfirhalningunni sem hann fékk í Póllandi hjá Jónínu Ben og sagðist fyrir löngu vera orðinn leiður á þessu dökka yfirbragði sem einkennt hefur söngvarann síðustu ár. "Ég kem til með að hözzla feitt á Gay-Pride, og það mún deffinettly rjúka úr nokkrum rössum um helgina" sagði Palli skælbrosandi við Sósa og rauk síðan í að pakka inn konfektkössum sem hann ætlar sér að gefa nokkrum vel völdnum hönkum um helgina.
Jónína Ben aldrei litið betur út

Jónína Benediktsdóttir sem trítað hefur landann í Póllandi við allskonar iðrakveisum og exemi við góðan orðstír, hefur sjálf tekið stakkaskiptum að eigin sögn bæði í iðrum og útliti. "Ég er sjálf búin að vera í þessari meðferð sem ég hef verið að fara með landa mína í og ég sé svo sannarlege ekki eftir því" sagði Jónína sem stödd er í Póllandi þessa dagana að skipuleggja næsta season sem byrjar í september. Jónína vildi ekki gefa það upp hvort að hún væri búin að láta blása í brjóstin á sér en sagði þó að ef konur væru að spá í að láta stækka á sér brjóstin þá væri hægt að fá slíka meðferð fyrir slikkerí í Póllandi eins og allt annað. "Þú mátt alltaf koma austur og leika" sagði svo Jóna að lokum svo Sósa rann kallt hland milli rifja yfir þessum jussulegum lokaorðum.
Furðufugl tók þátt í Dragkeppni í Óperunni í gær

Það brá mörgum í brún þegar ástmögur þjóðarinnar, Ástþór Magnússon fyrrverandi forsetaframbjóðandi og friðardúfa steig öllum að óvörum á stokk í Óperunni í gærkveldi í hinni árlegu Dragkeppni sem haldin er í tengslum við "Hinsvegins daga" ár hvert. Ástþór kom fram í viðbjóðslegu korseletti og pungdulu með bjór í hendi og dansaði trylltan dans í takt við ærandi tóna Bary Manillow. Mörgum varð svo mikið um að þeir þurftu að yfirgefa salinn, gjörsamlega í losti yfir uppátækinu. Á meðan á dansinum stóð beindi Ástþór reglulega trylltu augnaráði sínu að viðstöddum svo mörgum lá við yfirliði. Er Sósi náði í kauða baksviðs eftir atriðið og innti hann eftir því hví hann hefði ákveðið að taka þátt, sagði hann "ég er að vekja athygli á nýju friðarverkefni sem ég er með í pípunum, sem felst í því að selflytja slatta af hommum og gommu af lesbíum til Íran til þess að ræða við Íransforseta um kjarnorkuáætlun þjóðarinnar" klóraði sér letilega í rauðu dulunni og gekk letilega í burtu með starandi augnaráð geðsjúklingsins.

miðvikudagur, ágúst 06, 2008

Borgarfjörður-Eystri, ertu að grilla í mér?
Kótilettu eltingarleikurinn (öll sagan)
Lomman eltist við kótilettur á fjöllum

Á myndinni hér til hliðar má sjá Lommukvikindið er hún tók trylling á fjöllum í hringferð þeirra hjóna á dögunum. Ekki er vitað af hverju tryllingurinn hljóp í kellinguna, en Sósa grunar að hún hafi einfaldlega verið orðin svöng blessunin og ætlað að ná sér í fjallakótilettur fyrir slikk.

þriðjudagur, ágúst 05, 2008

Samfylking og Vinstri-Grænir aftur til valda í borginnni?

Sósa barst það til eyrna nú á dögunum að Samfylkingin og Vinstri-Grænir sæju nú loks tækifæri á því að komast aftur til valda í borginni í kjölfar mikils vandræðagangs á sitjandi meirihluta undanfarnar vikur og mánuði.
Þessar raddir fengu byr undir báðar hendur er Sósi rakst á þau skötuhjú Dag Bjé Egg og Svandís Svavars í sleik undir húsvegg í gamla biðbænum. "Já það má eiginlega segja það, að það sé farið að hitna verulega í kolunum" sagði Dagur útúrsleiktur og ringlaður er Sósi spurði hann hvort sögusagnirnar væru réttar.

fimmtudagur, júlí 10, 2008

Skemmtilegir hlutir að gerast á sauðfjársetrinu

Sauðfjársetur á Ströndum opnaði á dögunum sérsýningu um eina
frægustu kind Íslandssögunnar, hina fótfráu og stórgáfuðu Herdísarvíkur-Surtlu. Á sýningunni, sem verður uppi til sumarloka, segir frá ævi og örlögum kindarinnar og þar gefur einnig að líta höfuð Surtlu sem Sauðfjársetrinu var góðfúslega lánað af Sigurði Sigurðarsyni dýralækni. Árin 1951 og 1952 var Surtla hundelt af smölum, hundum og skotmönnum, en þá fóru fram fjárskipti á svæðinu frá Hvalfirði að Rangá vegna mæðiveikinnar. Óhætt er að segja að kindin hafi orðið goðsögn í lifanda lífi, en fjárskiptayfirvöld gripu að lokum til þess örþrifaráðs að leggja fé til höfuðs henni. Eftir margra klukkustunda eltingaleik þann 30. ágúst 1952 var Surtla felld ofan við Herdísarvík, en örlög hennar vöktu mikla athygli og hörð viðbrögð fjölmargra sem töldu að kindin hefði átt skilið að lifa, enda bersýnilega ekki mæðiveik (tekið af vef Sauðfjárseturs á Ströndum).
Páll Ramses alveg gapandi hissa á íslenskum stjórnvöldum

Blökkumaðurinn, keiluspilarinn og postlínssafnarinn Páll Ramses er alveg gapandi hissa á því að íslensk stjórnvöld hafi vísað honum af landi brott. Í stuttu viðtali við Sósa á dögunum sagði Ramses að hann mynd gjalda líkum líkt og nú væri það auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. "Ég hef svo sem tekið svona slag áður og farið með sigur af hólmi. Ég á svo sem ekki margar tennur eftir en þetta ætti að duga" sagði Ramses, galopnaði ginið og skellihló svo undirtók í berum gómunum.

þriðjudagur, júlí 08, 2008

Svona litur 20 ára gamlir gönguskór Sósa er hann kom til byggða!
Sósi hætt kominn á fjöllum

"Urð og grjót upp í mót, ekkert nema urð og grjót" sönglaði Sósi er hann tölti áfram í jóreyknum sem stóð aftan úr Litlu-Lommu sem skeiðaði einstigið upp á fjallið Keili á Laugardaginn var. Er upp var komið, eftir að hafa þurft að skríða í urðinni til þess að komast á toppin og nokkur illúðugleg augnaráð annarra göngumanna sem trúðu ekki eigin augum að Sósi og Lomma (sem allra jafna eru skynsamt fólk) væru að klifra í stórgrýttri urð með 5 ára gamalt barn sem undanfara, blasti við göngufólki stórbrotið útsýni til allra átta. Litla Lomma blés ekki úr nös en aðra sögu var að segja um aðra fjölskyldumeðlimi sem vöru með í för. Eftir að hafa skrifað í gestabókina og varpað öndinni léttara, tók við ekki síður erfið fjallganga niður á við. Sem fyrr létu Sósi og Lommukvikindið Litli-Lommu leiða hópinn, enda fráust á fæti og úthaldsmest í hópnum. En er komið var niður í miðja hlíð fór að síga á ógæfuhliðina hjá Sósa, sem hafði ekki tekið eftir því að hafa lagt af stað í þessa örlagaríku ferð í 30 ára mölétnum gönguskóm sem fyrir löngu voru komnir af léttasta skeiðinu. Smátt og smátt fór að kvarnast úr sóla Sósa og ekki leið á löngu þangað til ekkert var eftir af sólanum nema tómið eitt. Sósa tókst þó með allnokkru harðfylgi að komast klakklaust niður basaltbreiðuna og í skjól fyrir grjótmulningnum. Eftir að hafa skafið allra stærstu hnullungana úr ilinni var ákveðið að halda áfram för þó Sósi væri særður mjög. En ekki tók þá betra við, því nú fór að kvarnast all verulega úr hægri sólanum sem smátt og smátt hvarf í rykið svo Sósi stóð því sem næst berfættur í grýttu apalhrauninu sem umlukti allt. Sósi komst þó að lokum helsærður til byggða með dyggri aðstoð Litlu og Stóru-Lommu sem grétu alla leiðina úr hlátri svo stór sá á hraunbreiðunni. Hér til hliðar má sjá er sólinn á skó Sósa var farinn að gefa eftir.

föstudagur, júlí 04, 2008

Elli massa timbraður!

Sósi tók hús á Sprellanum í gær og skellti í sig nokkrum köldum með kallinum sem er svo sem ekki í frásögur færandi. Í morgun er Sósi kom við hjá honum til þess að sækja lykla sem hann hafði gleymt, kom Sprelías til dyra í spánýjum Mac sundbol sem hann sagðist hafa keypt á útsölu í Danmörku. Er Sósi spurði af hvurju í andsk.. hann hefði keypt þennan sekk, kunni hann engar skýringar á því og hafði heldur öngva hugmynd um af hverju hann væri í honum. Eina sem hann gat stunið upp úr sér var "djö....... er ég timbraður mar"

miðvikudagur, júní 25, 2008

Dórit í ruglinu?

Dórit Mússajeff ástkona vors ástsæla forseta Ólafs Bölvar Grímssonar gaf á dögunum miljarðamæringnum Stephen Schwarzman stjórnarfomanni Blackstone Group LP, eins stærsta fjárfestingafélags heims, mynd af nakinni eiginkonu hans í sextugs afmælisgjöf. Þetta uppátæki Mússajeffs vakti óskipta athygli í veislunni og má eiginlega segja að það hafi orðið uppi fótur og fit er listaverkið var afhjúpað af hr. Schwarzman sjálfum. Á myndinni má nefnilega sjá glitta í órakaða rottuna á frúnni sem þykir víst ekki við hæfi úti í hinum stóra heimi.
Er Sósi náði tali af Mússajeff í hádeginu sagði hún "æj Sósi minn mér er slétt sama hvað þessum útlendingum finnst um gjöfina, mér fannst þetta ýkt sætt", strauk Sósa um vangann og tipplaði í andapelsinum í burtu.
Er Mússajeff lét útbúa listaverkið handa hr. Schvarzman lét hún einnig útbúa listaverk af sér og Óla í leiðinni, en það má sjá hér til hliðar.



mánudagur, júní 23, 2008

Sósi finnur ísbjörn á Google Earth!

Sósi var rétt í þessu að finna ísbjörn á Google Earth. Hér til hliðar má sjá ísbjörninn stækkaðan þúsund sinnum í 3sci air photo magnifier sem Sósi hefur aðgang að í gegnum vinnu sína. Sósi gerði Landhelgisgæslunni, umhverfisráðherra, lögreglunni, forsætisráðherra og Jón Ásgeiri það þegar í stað heyrinkunnt hvar bangsi væri staðsettur. Landhelgisgæslan er nú á leið á staðinn með fimmtán gæsaskyttur, fjögur dauðhreinsuð fuglabúr, íbúfen og apótekaralakkrís í verðlaun fyrir bangsa ef hann verður stilltur.

föstudagur, júní 20, 2008

Ís fundinn á Mars!

Samkvæmt áreiðanlegum Sósa hafa vísindamenn Nasa, bandarísku geimferðastofnunarinnar fundið ís við lendingarstað Fönix-könnunarfarsins sem lenti við norðurskaut Mars 25. maí sl.

Könnunarfarið var að grafa rauf í yfirborðið þegar í ljós kom súkulaðiís í brauðformi. Ísinn hvarf svo, sem þýðir að þarna hljóta einnig að búa manneskjur af einhverju tagi, að sögn Peter Smith, sem stýrir ransóknastarfi Fönix.

“Þessi litli ís hvarf á nokkrum mínútum, sem er fullkomin vísbending um það að þetta sé í rauninni ís og það mjög góður.” segir Smith. “Það voru uppi vangaveltur um að þetta væri mysingur. Mysingur er ekki étinn svona hratt.”