Nýr meirihluti í borginni!
Svei mér þá alla mína daga, nú rétt í þessu var verið að mynda fjórða meirihlutann á aðeins tveimur árum. Sósi á hreinlega ekki til orð yfir þessari hringavitleysu en er þó sáttur við að búið sé að bola Ólafi F. í burtu og vonar að Jakob Frímann fari sömu leið. Sósa barst til eyrna fyrr í dag að Ólafur F. sæti einn heima hjá sér ruggandi sér í lendunum og snúandi sér í hring með veldissprotann í hendi og keðjuræksnið um hálsinn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli