miðvikudagur, mars 02, 2005



Elías þurfti að fara í heilaskönnun upp í Domus Medica vegna þess að hann var alltaf að detta út, sérstaklega ef hann fékk sér í glas. Nú Elli lét ekki segja sér það tvisvar og smellti sér í skannan með einn svellkaldan öl við hendina. Hann var að fá myndirnar í morgun ásamt greiningu heilaskurðlæknisins sem var eitthvað á þessa leið "Þegar þú drekkur þá þurrkast allir dagskrárliður út úr hausnum á þér, og þú fellur í svokallaðan fimmtudagssindrom sem gerir það að verkum að allar stöðvar detta út. Ég legg því til að þú hættir að drekka melurinn þinn annars er hætta á ferðum". Elli fékk að eiga myndirnar sem komu úr skannanum og með góðfúslegu leyfi Sprellans þá fæ ég að birta eina hér. Posted by Hello


Þegar ég sótti Rakel í vinnuna í gær, þá var hún með einhvern geðveikisglampa í augunum. Ég spurði hana náttúrulega hverju þessu sætti, og hún svaraði því til, að hún hefði farið í einhverjum tryllingi í Smáralind með samstarfskonu sinni og séð alveg geðveik kúrekastígvél. Hún blaðraði síðan látlaust um þessi stígvél og hvað þau væru tryllingslega flott og töff og geðsjúk. Ég hef nú oft heyrt svona óráðshjal áður svo ég lét þetta sem vind um eyru þjóta. Rakel gat síðan lítið sofið í nótt, og ef hún sofnaði, þá hrökk hún upp skömmu seinna með andfælum og öskraði "ríðum, ríðum, ríðum heim að ánni". Sagði síðan við mig að henni hefði verið að dreyma að hún hefði verið í útreiðartúr í kúrekastígvélunum sem hún sá í Smáralind. Í morgun þegar við vöknuðum vildi hún endilega drífa sig í vinnuna, og hamraði á því að hún ætlaði að taka bílinn og hvort að nokkuð væri í skottinu. Mig var nú farið að gruna að hún hefði nú tekið þá ákvörðun að bruna í Lindina og kaupa bévítans stígvélin. Þegar ég síðan kom til hennar í hádeginu til þess að sækja bílinn, þá var hún þegar búin að troða sér í nýju stígvélin og lét öllum illum látum. "Sjáðu mig, sjáðu mig Óskar" veinaði hún og steppaði eins og hún ætti lífið að leysa. Ég læt hér fylgja með mynd af stígvélunum, þannig að þið getið sjálf myndað ykkur skoðun á því hvort að allt þetta upphlaup hafi átt rétt á sér. Dæmi nú hver fyrir sig!! Posted by Hello

mánudagur, febrúar 28, 2005


Nú hefur Sósi Sig ákveðið að færa út kvíarnar. Sósi hefur nú í nokkur ár starfrækt bloggsíðu á alnetinu eins og flestum er kunnugt um og hefur hún notið gífurlegra vinsælda á meðal almennings í landinu. Hart hefur verið sótt að Sósa frá ýmsum fyrirtækjum um að fá að nota Sósa nafnið til þess að kynna vörur sínar og hefur Sósi reynst tregur til þess, þó svo að vænar fúlgur væru í boði. En nú hefur Sósi ákveðið að leggja lag sitt við bandaríska líkamsræktarfyrirtækið Disco Sweat sem framleiðir líkamsræktarspólur með frægum einstaklingum. Sósi þurfti því að brenna vestur eftir til þess að taka nokkur spor fyrir framan myndavélarnar. Spólan með Sósa kemur í búðir á Íslandi í næstu viku. Margt annað er í bígerð hjá Sósa og mun það koma í ljós á næstu vikum, fylgist því spennt með. Posted by Hello

Sósi Sig var á síðum blaðanna um helgina!! Blaðamenn DV eltu Sósa á röndum í Kringlunni og vildu ná tali af kauða. Eftir þónokkurn eltingaleik náðu blaðamenn að króa Sósa af upp við vegg og spurðu hann spjörunum úr. Sósi mundi ekki neitt og svaraði illa spurningum blaðamanna, það eina sem þeir náðu upp úr honum var að Ávaxtakarfan sem hann fékk í jólagjöf hefði verið honum eftirminnileg enda margt um gómgæti í þeirri ágætu körfu. Sósi var frekar súr á svip þegar blaðamenn DV smelltu af honum mynd, enda ekki á hverjum degi sem mynd næst af þessum heimsfræga landfræðing eða landfræðingi almennt. Samkvæmt áreiðanlegri könnun sem gerð var í kjölfarið á myndbirtingunni af Sósa, þá er þetta í annað sinn á 100 árum sem það birtist mynd af landfræðingi í fjölmiðlum. Posted by Hello

föstudagur, febrúar 25, 2005



Sósi hefur verið upptekinn úr hófi fram síðustu daga og því ekkert bloggað. Upplausn hefur því verið á mörgum heimilum því mörgum finnst eins og eitthvað vanti í tilveruna þegar ekkert er Sósabloggið. Sósi var með kynningu á vinnustað sínum VGK í gær, þar sem kynntar voru ýmsar nýjungar í framsetningu kortagagna. Læt hér fylgja með þessum mjög svo leiðinlega bloggi um sjálfan mig, þessa mynd sem er af Hellisheiðinni þar sem miklar framkvæmdir standa nú fyrir dyrum við að koma upp jarðvarmavirkjun fyrir Orkuveitu Reykjavíkur. Djöfull er leiðinlegt að blogga svona um sjálfan sig. Lifi bloggið - Freedom for all peoplePosted by Hello

þriðjudagur, febrúar 22, 2005



Þessir strákar voru í góðum fíling í blíðunni í Reykjavík í gær. Tóku fram hjólabrettin og stuttermabolinu og skelltu sér á Laugaveginn. Þeir gátu ekki stillt sig um að skoða nánar auglýsinguna fyrir framan Nickerbox. Posted by Hello


Mikið var um dýrðir við stærstu mosku Reykjvíkur um helgina. Þar voru samankomnir listabræðurnir Lárus og Benedikt List ásamt foreldrum sínum Magnúsi og Helgu Krist í þeim tilgangi að lýsa upp moskuna og spila í leiðinni leiðindar tónlist. Þessi gjörningur listaspíru fjölskyldunnar, mislukkaðist herfilega þegar Lárus List henti sér ofan úr klukkuturninum með gamlan grammafón á bakinu og tvö vasaljós í sitt hvorri hendinni. Lárus gleymdi bæði að setja plötu á fóninn og batterí í vasaljósin og endasentis því niður turninn í myrkri, og það eina sem maður fékk að heyra voru öskrin í manngreyinu er hann lenti í illa uppsettu neti sem bróðir hans Benedikt List hafði hrúgað upp á Skólavörðuholtinu. Skelfingu lostinn börn og gamalmenni þustu í hópum í allar áttir og létu ekki sjá sig meira á holtinu það kvöldið. Er það mál manna að þarna hafi illa til tekist og að List familýan muni ekki koma nærri neinum viðburðum í reykvísku menningarlífi næstu áratugina. Þetta er nú meira bullið, nú er ég hættur öllu bulli. Posted by Hello

mánudagur, febrúar 21, 2005


Einn maður hefur farið mikið í taugarnar á mér síðustu 5 árin eða svo, og það er hann Gaui Litli. Allt saman blessað og gott hvað hann er að reyna að gera fyrir þá sem eru of feitir en það er athyglissýkin sem fer í taugarnar á mér. Nú ætlar Gaui síðan að fara að græða á öllu saman og hefur ákveðið að fara út í samlokugerð helvítis beinið. Posted by Hello

Guðrún og Gaui kunningjafólk okkar Rakelar fluttu á Bifröst í fyrra þar sem Guðrún settist á skólabekk. Gaui sagði upp starfi sínu í bænum og fékk vinnu í áfengisverksmiðju "Ice Vodka" í Borgarnesi. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum þá hefur Guðrúnu farnast vel í náminu en eitthvað er það ekki að gera sig hjá Gauja í Vodkaverksmiðjunni. Ég held að Guðrún ætti að senda kallin tafarlaust aftur í bæinn, því það horfir í óefni með hann Guðjón. Kallinn liggur víst í kerunum, svamlar þar um og teygar mjöðinn ótæpilega, svo mjög að það stór sér á honum. Þessi mynd var tekin af honum á árshátiðinni Bifröst og var birt á netinu honum og öðrum til mikillar hrellingar. Guðjón, í bæinn með þig á stundinni! Posted by Hello

Þetta er hún Rakel konan mín til marga ára. Hún fríkkar bara með árunum, svei mér þá. Þessi mynd er tekin í matarboðinu sem við vorum með á laugardaginn, þar fór Rakel á kostum og sýndi af sér mikinn þokka. Þessi stórhuggulega kona er heitbundin mér til æviloka, þannig að þið perrarnir þarna úti, látið hana í friði! Posted by Hello

Það varð víst allt vitlaust á Þorrablótinu eftir að ég fór heim. Menn fóru að hella ótæpilega í sig Ágavítinu og veislan leystis víst upp í eina alsherjar vitleysu. Var að skoða myndirnar sem voru teknar og þar stakk ein myndin verulega í stúf. Á þeirri mynd er Albert gjaldkeri að stinga stúf sínum í Helgu símadömu og þar er atvinnumaður í faginu á ferðinni. Aldrei fyrr hef ég séð aðrar eins aðfarir en myndir segja meira en nokkur orð og læt ég því myndina fylgja hér með. (Það má ekki láta Albert og Helgu vita að myndin sé komin á netið!)  Posted by Hello
Ágætis helgi að baki. Ég og Kela fórum á Nordica eftir vinnu á föstudaginn og fengum okkur smá öl og smá hvítvín. Þegar við sátum þar og ræddum um daginn og veginn þá kemur þarna maður inn með svakalega skutlu upp á arminn. Svo sem ekkert í frásögur færandi en þetta stakk eitthvað svo í augun, vegna þess að þau voru bæði mjög flóttaleg og hegðuðu sér eitthvað hálf undarlega. Aldursmunirinn á þessu pari var líka mjög mikill og þá ályktuðum við náttúrulega að þarna væri svokallaður "Escort Service" á ferðinni sem er fyrirferðarmikill iðnaður erlendis. Stelpan sem varla hefur verið eldri en tvítug var íklædd miklum minkapels með glitrandi gimsteina í eyrnasnepplunum, karlinn komin vel yfir fimmtugt og var hinn vandræðalegasti. Nú, nú, þau fá sér sæti í námunda við okkur og við byrjum að gjóa augunum í átt til þeirra og hvísla eins og góðum kjaftakerlingum sæmir. Við vorum alveg hrikalega hneyksluð á þessu og litum illilega á karlinn í hvert sinn sem hann gaut augunum í átt til okkar. En allt í einu þá kemur stormandi inn heill hópur af fólki lítur í kringum sig og tekur stefnuna í átt að borðinu þar sem karluglan og escortið sátu. "Mikið er gaman að sjá ykkur feðginin svona sæt og fín" heyrist skyndilega ofan úr einni kellingunni sem kom stormandi að borðinu. Þá var þetta feðgin að fara á árshátíð!! Ég roðnaði og fór allur í keng en Rakel skellihlóg, skellti í góm og æpti "Óskar, hún er ekkert escort, hún er með pabba sínum", djöfull var það vandræðalegt.
Ég fór síðan á þorrablót í vinnunni um kvöldið og gæddi mér á kjömmum og pungum, staldraði stutt við og var komin heim um 10 leytið, enda var konan búin að bjóða mér upp í dans ef ég kæmi snemma heim. Á laugardagskvöldið komu Sigga og Bibbi í heimsókn, við gáfum þeim nautasteik að borða og skoluðum steikinni niður með svellköldum tekíla. Fórum síðan í sund á sunnudaginn þar sem ég varð fyrir skelfilegri lífsreynslu. Þegar ég kem inn í karlaklefann þá tekur á móti mér ein almesta skítalykt sem ég hef á ævinni fundið. Það lá við að ég félli í ómegin. Menn eiga að skíta heima hjá sér en ekki í sundi!!!!!!!!!!!

föstudagur, febrúar 18, 2005


Jói hefur nú loks fyrirgefið Jórunni fyrir að hafa klesst fínu Fiat Pönduna sem hann gaf henni í jólagjöf. Jói er nefnilega með eindæmu langrækinn maður og það tekur hann yfirleitt svona um mánuð að fyrirgefa smáatriði. En þessi útafakstur hjá Jórunni var svo sem ekkert smáatriði því Fiat Pandan er ónýt og hefur Jói nú þurft að púnga út fyrir nýrri bifreið. Jórunn var að vísu aldrei alveg sátt við Pönduna, fannst hún helst til lítil, og ekki nógu mikið pláss aftur í fyrir bjútíboxið. Þessum skilaboðum hefur hún greinilega komið áleiðist til Jóa því bifreiðin sem hann fjárfesti í núna er ekki af verri endanum. "Chevrolet Nova All Star Jackson Five" varð fyrir valinu í þetta skiptið og nú getur Jórunn krúsað með alla fjölskylduna og samt pláss fyrir bjútíboxið og meira til. Hún getur meira að segja náð í allt pakkið fyrir sunnan eins og Jói orðaði það svo skemmtilega á áramótagleði ástsjúkra dverga þar sem hann var veislustjóri um síðustu helgi. Til hamingju með nýja bílinn Jórunn!! Posted by Hello

Stefanía dóttir mín er alltaf að lenda í því að fólk á fáförnum vegum er að ganga upp að henni og segja "mikið ofboðslega ert þú lík henni leikonu þarna, henni Lindsay Lohan!" Þetta hefur ekkert farið í taugarnar á stelluni enda ekki leiðinlegt fyrir unglingssnót að vera líkt við fræga leikkonu sem að auki er poppstjarna. Sósi Sig fór því á stúfana og útvegaði sér mynd af Lindsey eftir heljarinnar krókaleiðum. Sósi fékk myndina í morgun í DHL pósti frá USA og það er ekki annað hægt að sjá en að það sé svipur með þeim. Sósi fór því enn og aftur á stúfana og talaði við strákana hjá Myndbreyting.is og bað þá um að skeyta stellu inn á myndina svo hægt væri að bera þær saman. Þeir voru ekki lengi að redda því endar vanir menn og snöggir aððí. Dæmi nú hver fyrir sig!!!!! Posted by Hello

fimmtudagur, febrúar 17, 2005


Pétur vinur hans Sigga hefur verið iðinn við kolann síðan hann hætti í hljómsveitinni með Sigga og Leu. Eins og flestir vita þá spilaði Pétur á hörpu í þeirri hljómsveit og gat af sér gott orð sem taktfastur hörpuleikari. Pétur flutti búferlum og þurfti því að hætta í hljómsveitinni við lítinn fögnuð annarra hljómsveitarmeðlima enda var Pétur bjargið sem bandið var byggt á. En Pétur hefur ekki setið auðum höndum síðan bandið flosnaði upp. Hann hóf nám í hörpuleik í hinum virta hörpuskóla "The Universal School of Singing Harps" og hefur nú skapað sér nokkuð stórt nafni í hörpuheiminum. Þessi mynd var tekin af honum er hann lék á Nordica Hotel fyrir skömmu við lítin fögnuð þeirra sem á hlýddu. Hann er orðinn ansi kerlingalegur og útjaskaður af öllu þessu hörpuglamri ef eitthvað er að marka myndina. Takk og bless! Posted by Hello


Rakel fékk mjög dularfulla hringingu í gærkvöldi. Þegar síminn hringdi þá stökk hún upp úr stólnum og sagði "ég skal svara", síðan fór hún með símann inn í stofu og talaði í hálfum hljóðum í tólið. Þegar samtalinu var lokið þá kom hún inn í eldhús eldrauð í kinnum og og hálf völt á fótum (enda nýbúin með þristinn). Ég spurði hana náttúrulega eins og rassagulli sæmir "hver var þetta hnoðrinn minn", hún svaraði því til að þetta hefði verið Gunna vinkona hennar að bjóða sér í bíó. Ég gat ekki annað en tekið hnoðrann trúanlegann, en vissi þó að eitthvað annað bjó þarna undir. Rakel tók nú til við að dressa sig upp og fannst mér hún ganga full langt í því miðað við að hún væri að fara í bíó. Hún fór í bláa galakjólinn sem ég gaf henni í fyrra fyrir Þorrablótið hjá VGK og setti á sig semelíu eyrnalokkana sem mamma hennar og pabbi gáfu henni í 30 afmælisgjöf. Ég spurði hana hvort að þetta væri nú ekki full yfirdrifið en hún umlaði bara einhverja þvælu og sagðist þurfa að drífa sig. Í morgun komst ég síðan að því að hún fór ekkert í bíó í gærkveldi, þegar Sighvatur vinnufélagi minn óskaði mér til hamingju með konuna. Ég kom alveg af fjöllum og spurði hann hvað í helvítinu hann væri að meina. "Nú með titilinn maður, konan þín var kosinn ungfrú Skyr.is í gærkveldi. Varstu ekki að horfa á sjónvarpið??" Rakel hefur því verið að taka þátt í einhverri ómerkilegri fegurðarsamkeppni á bak við bakið á mér. End var það líka ankannalegt að það voru engin batterí í fjarstýringunni í gærkvöldi og því gat ég ekki horft á sjónvarpið. Skammastu þín Loðmfjörð, svona gera ekki alvöru húsfreyjur, hvað þá eftir þrist!!! Posted by Hello

Rakel rembist þristinn við
skyldann koma að lokum?
Komdu nú að góðum sið
með góðum rassarokum Posted by Hello


Þristur hjá Rakel í gær!! Skilji þeir sem skilja vilja.Posted by Hello

miðvikudagur, febrúar 16, 2005



Ástæðan fyrir því að karlar elska lesbíur en konur hata homma! Posted by Hello