"You can live to be a hundred if you give up all the things that make you want to live to be a hundred"
mánudagur, febrúar 28, 2005
Nú hefur Sósi Sig ákveðið að færa út kvíarnar. Sósi hefur nú í nokkur ár starfrækt bloggsíðu á alnetinu eins og flestum er kunnugt um og hefur hún notið gífurlegra vinsælda á meðal almennings í landinu. Hart hefur verið sótt að Sósa frá ýmsum fyrirtækjum um að fá að nota Sósa nafnið til þess að kynna vörur sínar og hefur Sósi reynst tregur til þess, þó svo að vænar fúlgur væru í boði. En nú hefur Sósi ákveðið að leggja lag sitt við bandaríska líkamsræktarfyrirtækið Disco Sweat sem framleiðir líkamsræktarspólur með frægum einstaklingum. Sósi þurfti því að brenna vestur eftir til þess að taka nokkur spor fyrir framan myndavélarnar. Spólan með Sósa kemur í búðir á Íslandi í næstu viku. Margt annað er í bígerð hjá Sósa og mun það koma í ljós á næstu vikum, fylgist því spennt með.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli