miðvikudagur, mars 02, 2005



Elías þurfti að fara í heilaskönnun upp í Domus Medica vegna þess að hann var alltaf að detta út, sérstaklega ef hann fékk sér í glas. Nú Elli lét ekki segja sér það tvisvar og smellti sér í skannan með einn svellkaldan öl við hendina. Hann var að fá myndirnar í morgun ásamt greiningu heilaskurðlæknisins sem var eitthvað á þessa leið "Þegar þú drekkur þá þurrkast allir dagskrárliður út úr hausnum á þér, og þú fellur í svokallaðan fimmtudagssindrom sem gerir það að verkum að allar stöðvar detta út. Ég legg því til að þú hættir að drekka melurinn þinn annars er hætta á ferðum". Elli fékk að eiga myndirnar sem komu úr skannanum og með góðfúslegu leyfi Sprellans þá fæ ég að birta eina hér. Posted by Hello

Engin ummæli: