miðvikudagur, mars 02, 2005



Þegar ég sótti Rakel í vinnuna í gær, þá var hún með einhvern geðveikisglampa í augunum. Ég spurði hana náttúrulega hverju þessu sætti, og hún svaraði því til, að hún hefði farið í einhverjum tryllingi í Smáralind með samstarfskonu sinni og séð alveg geðveik kúrekastígvél. Hún blaðraði síðan látlaust um þessi stígvél og hvað þau væru tryllingslega flott og töff og geðsjúk. Ég hef nú oft heyrt svona óráðshjal áður svo ég lét þetta sem vind um eyru þjóta. Rakel gat síðan lítið sofið í nótt, og ef hún sofnaði, þá hrökk hún upp skömmu seinna með andfælum og öskraði "ríðum, ríðum, ríðum heim að ánni". Sagði síðan við mig að henni hefði verið að dreyma að hún hefði verið í útreiðartúr í kúrekastígvélunum sem hún sá í Smáralind. Í morgun þegar við vöknuðum vildi hún endilega drífa sig í vinnuna, og hamraði á því að hún ætlaði að taka bílinn og hvort að nokkuð væri í skottinu. Mig var nú farið að gruna að hún hefði nú tekið þá ákvörðun að bruna í Lindina og kaupa bévítans stígvélin. Þegar ég síðan kom til hennar í hádeginu til þess að sækja bílinn, þá var hún þegar búin að troða sér í nýju stígvélin og lét öllum illum látum. "Sjáðu mig, sjáðu mig Óskar" veinaði hún og steppaði eins og hún ætti lífið að leysa. Ég læt hér fylgja með mynd af stígvélunum, þannig að þið getið sjálf myndað ykkur skoðun á því hvort að allt þetta upphlaup hafi átt rétt á sér. Dæmi nú hver fyrir sig!! Posted by Hello

Engin ummæli: