föstudagur, janúar 18, 2008

Sósi er farinn að fá sér bjór!
Týndir!

Íslenska landsliðið byrjaði á því að skíta í deigið í fyrsta leik sínum á EM í Noregi gegn Svíum. Leikmenn íslenska landsliðsins voru hreinlega týndir og tröllum gefnir og var rétt eins og þeir væru í feluleik og skíthræddir við að sýna sitt rétta andlit. Holdgervingur Svíagrýlunnar, Thomas Svensson, sem fyrir löngu er komin á ellilífeyris og örorkubætur hræddi líftóruna úr heltönnuðum, tattúveruðum og vel greiddu íslensku víkingunum sem aldrei sáu til sólar í leiknum. Svíar komust á tímabili 10 mörk yfir okkur frónverja og hreinlega söltuðu okkur ofan í tunnu og hleyptu okkur aldrei upp þaðan aftur (Sósi var reyndar búin að spá fyrir um ósköpin). En betur má ef duga skal og er Sósi á því að "strákarnir okkar" finni leiðina að sigri gegna Slóvökum og valti síðan yfir Frakka í lokaleik okkar í undanriðlinum.


..og enn af Ástþóri

Hinn vambmikli og valdasjúki ástmögur þjóðarinnar númer eitt, Ástþór Magnússon er nú á atkvæðaveiðum vítt og breitt um landið, þar sem hann freistar þess í gervi trúðs, að safna nógu mörgum undirskriftum svo framboð hans til forseta teljist gott og gillt. Þessi mynd af Ástþóri var tekin á Kaffi Krók í gærkveldi en þar gerði Ástþór víst allt vitlaust með fíflagangi sem endaði með því að kveikt var í kofanum til þess að svæla kvikindið út.

þriðjudagur, janúar 15, 2008

Allt í klósettinu

Þessi mynd birtist á heimasíðu skemmtistaðarins Kaffi Viktor nú um helgina, en á henni sést fjárfestirinn og lífskúnstnerinn Elías Von Ebeneser Illugason hálf vælandi á dansgólfinu, enda bárust fréttir fyrr um daginn að markaðurinn væri á leiðinni í klósettið og það ætti í raun og veru bara eftir að sturta niður. Eins og flestir vita þá hefur Elli verið drjúgur á markaðnum og vel gíraður í þokkabót og því ekki upp á honum typpið þessa dagana.
Algjör api í forsetaframboði

Tómatsósutrúðurinn og atvinnuvitleysingurinn Ástþór Magnússon, sagðist á blaðamannafundi nú í dag standa við þær yfirlýsingar sem hann hefur sett fram í fjölmiðlum, um að hann ætli sér að verða næsti forseti Íslands. Ljósmyndari Sósi.is tók þessa mynd af Geggjagaur á fundinum þar sem hann neitaði að hlusta á spurningar blaðamanna og lét alveg eins og api.

föstudagur, janúar 04, 2008

Geggjagaur í forsetaframboð

Ástþór Magnússon (friður 2000, geggjagaur, tómatsósukallinn) hefur nýverið sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að hann ætli sér í forsetaframboð gegn Ólafi Ragnari í þriðja sinn. Ekki er nú öll vitleysan eins, er öngvin leið að stöðva þennan brjálæðing?

fimmtudagur, janúar 03, 2008

Áramótaskaupið vonbrigði

Mikið fannst Sósa áramótaskaupið slappt í ár. Það átti góða spretti en náði einhvern veginn aldrei neinu flugi. Langdregna Lost-grínið með týndu útlendingana var svo lélegt að allt annað í skaupinu hreinlega týndist. Sósa finnst yfirleitt allt fyndið sem Jón Gnarr kemur nálægt en hans húmor virtist vera víðs fjarri. Það er í rauninni alveg ótrúlegt að það skuli vera sömu aðilar sem komu að skaupinu og Næturvaktinni.
Sósi óskar öllum landsmönnum til sjávar og sveita gleðilegs nýs árs og farsældar á komandi ári.

Myndin hér til hliðar er tekinn á nýjarsdansleik Sósa.is sem haldinn var í Smáralindinni. Sósi og Lomma voru þau einu sem létu sjá sig að þessu sinni og þykir Sósa það miður. Líkleg skýring fyrir mætingarleysinu þykir þó vera sú að það gleymdist að auglýsa dansleikinn. Sósi og Lomma skemmtu sér engu að síður vel á þessum fyrsta degi ársins, og dönsuðu langt fram á nótt.
Þetta kallar maður að vera á skallarassgatinu!

http://www.69.is/openlink.php?id=101591

ohh hvað þeir eru krúttlegir

föstudagur, desember 21, 2007

Sósi óskar öllum til sjávar og sveita, hvað sem þeir heita gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Gangið hægt um gleðinnar dyr elskurnar mínar og verið góð við menn og málleysingja yfir hátíðarnar.
Sósi kemur ferskur inn á nýju ári með glænýtt efni sem mun valda upplausn í þjóðfélaginu, so stay tuned and focused.

PS. Munið síðan að slökkva á öllum kertum áður en þið farið að sofa og látið það verða ykkar síðasta verk fyrir jólinn að kaupa slökkvitæki og reykskynjara ef þið eruð ekki þegar búin að því.

miðvikudagur, desember 19, 2007

Mikið að gera hjá Ella

Eins og flestir vita, þá hefur verið mikið að gera hjá Elíasi undanfarna mánuði við að brjóta niður helstu hlutabréfamarkaði heims og byggja þá upp aftur, með það eitt að leiðarljósi að hámarka ágóða sinn í þessum harða heimi viðskiptanna. En nú hefur Elli einn síns liðs komið af stað heimskreppu sem sér ekki fyrir endann á. Mikið hefur verið að gera hjá Ella við að svara í símann, þar sem miðlarar héðan og þaðan reyna að afla skýringa á því hvernig einn maður getur staðið fyrir þvílíkum darraðardansi á mörkuðum með einungis hundraðþúsundkall til þess að spila úr. Hér til hliðar má sjá mynd af Elíasi þar sem hann svarar í símann staddur í New York með allt niður um sig (Lulli á hugmyndina að gemsaklefanum).
Þar skall hurð nærri hælum
Smyglarar skutu á þyrlu jólasveinsins
Dópsmyglarar í borginni Rio de Janeiro í Brasilíu hófu skothríð á þyrlu sem var með jólasvein innanborðs. Var hann á leið til einna af fátækari hverfum borgarinnar til að færa börnum þar gjafir. Smyglararnir héldu að um þyrlu á vegum lögreglunnar væri að ræða og skutu því í átt að henni. Allir sluppu ómeiddir frá atvikinu, en byssukúlurnar gerðu tvö göt á eldsneytistank vélarinnar.
Skotárásin kom ekki að sök, því sveinki heimsótti börnin í hverfinu og gaf þeim gjafirnar. Í samtali við brasilísku sjónvarpsstöðina TV Globo játaði hann þó að hann hefði óttast að þyrlan myndi brotlenda. Hann náði aftur á móti ró sinni á ný þegar hann sá hversu yfirvegaður flugmaðurinn var.
Voru hreyndýrin með gubbupest?

þriðjudagur, desember 18, 2007

Mynd ársins að mati Unicef

mánudagur, desember 17, 2007

Stálu fæti af helgum manni

Helgur maður á Indlandi er að ná sé á sjúkrahúsi eftir að tveir menn réðust á hann og skáru af honum hægri fótlegginn fyrir neðan hné og stálu honum. Yanadi Kondaiah er áttræður helgur maður sem hélt því fram að þeir sem snertu fótlegg hans hlytu blessun.
Þjófarnir hittu Kondaiah í þorpi nærri borginni Tirupati og báðu hann um að nota náðargáfu sína til að hjálpa sér. Þeir helltu hinn helga mann fullan í útjaðri þorpsins og skáru af honum fótlegginn með sigð eftir að hann hafði misst meðvitund af drykkju.
Litlu munaði að hinum helga manni blæddi út en honum var komið á sjúkrahús þar sem hann er á batavegi.
Samkvæmt Ananova fréttavefnum sagðist Kondaiah ekki skilja hvers vegna mennirnir réðust á hann með þessum hætti. „Ég hef ávalt verið góður við aðra og hjálpað öllum sem til mín leita. Hvernig stendur þá á því að ég lendi í þessu?” Var haft eftir hinum helga manni.

þriðjudagur, desember 11, 2007


Lomman grínar út í eitt

Ef einhver skyldi ekki vita það, þá er Lomman mikill grínari, en í sumar þá fór kellingin eiginlega langt út fyrir öll þau mörk sem kalla má grín eða spé, þegar hún í tíma og ótíma var með eitthvað andsk... tippagrín. Sósi birtir hér nokkrar myndir sem sýna á hvað plan grínið er komið hjá Lommunni.

Þess má geta að Lomman er farin að vinna í gróðrastöðinni ÖSP um helgar, guð má vita af hverju.

...og enn er kellingin í gríngírnum
...Lomman óstöðvandi í gríninu
Lomman farin að vinna hjá Samtökum Iðnaðarins

Eins og flestir landsmenn vita, þá hóf frú Loðmfjörð að starfa hjá Samtökum Iðnaðarins ekki alls fyrir löngu. Þar unnir hún hag sínum vel og og hefur ekki út á neitt að setja. En í stuttu samtali við Sósa uppi í rúmi í gær sagði hún að kaffitímarnir væru soldið öðruvísi en hún ætti að venjast, þ.e.a.s. að í kaffitímunum væri bara alls ekki drukkið neitt kaffi, heldur þömbuðu allir Kók út í eitt. Sósi mætti því með vélina á kaffistofu SI nú í morgun og smellti þar þessari mynd af Lommunni þar sem hún sat og sötraði kók með vinnufélögum sínum.

mánudagur, desember 10, 2007

Svindlari dauðans

Sósi fór með Lommunni sinni í pool um helgina og ætlaði að salta kellinguna í eitt skipti fyrir öll. Kellingin aftur á móti neitaði að láta salta sig og notaði öll trixin í bókinni til þess að koma í veg fyrir Sósasigur. Hér til hliðar má sjá eitt af trixunum, þetta er náttúrulega bannað.
Óskar Hafliði tekin við sem nýr landsliðsþjálfari

Óskar Hafliði Ragnarsson tók við stjórnartaumunum hjá íslenska karlalandsliðinu í morgun af Ólafi Jóhannessyni sem var rekinn á dögunum eftir slakan leik landsliðsins gegn Dönum. Ráðning Óskars kom flestum þeim sem vit hafa á knattspyrnu nokkuð á óvart, en Óskar hefur aldrei þjálfað nokkurt lið að því Sósi best veit. Á blaðamannafundi í morgunn þá virtist Óskar einnig vera nokkuð hissa á ráðningunni en sagðist engu að síður ætla að gera sitt besta til þess að rétta skútuna af. "Það var bara hringt í mig í gær og ég spurður hvort ég vildi taka við starfinu, sem ég þáði" sagði Óskar við blaðamenn er hann var inntur eftir aðdraganda ráðningarinnar. Framkvæmdastjóri KSÍ hafði sig lítið í frammi á fundinum og húkti skömmustulegur úti í horni og er ástæðan fyrir því samkvæmt heimildarmönnum Sósa að það hefði verið hringt í vitlaust númer þegar hringt var í Óskar. Þegar það síðan uppgötvaðist hefði það hreinlega verið orðið of seint og búið að skrifa undir þriggja ára samning.