Áramótaskaupið vonbrigði
Mikið fannst Sósa áramótaskaupið slappt í ár. Það átti góða spretti en náði einhvern veginn aldrei neinu flugi. Langdregna Lost-grínið með týndu útlendingana var svo lélegt að allt annað í skaupinu hreinlega týndist. Sósa finnst yfirleitt allt fyndið sem Jón Gnarr kemur nálægt en hans húmor virtist vera víðs fjarri. Það er í rauninni alveg ótrúlegt að það skuli vera sömu aðilar sem komu að skaupinu og Næturvaktinni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli