föstudagur, janúar 18, 2008

Týndir!

Íslenska landsliðið byrjaði á því að skíta í deigið í fyrsta leik sínum á EM í Noregi gegn Svíum. Leikmenn íslenska landsliðsins voru hreinlega týndir og tröllum gefnir og var rétt eins og þeir væru í feluleik og skíthræddir við að sýna sitt rétta andlit. Holdgervingur Svíagrýlunnar, Thomas Svensson, sem fyrir löngu er komin á ellilífeyris og örorkubætur hræddi líftóruna úr heltönnuðum, tattúveruðum og vel greiddu íslensku víkingunum sem aldrei sáu til sólar í leiknum. Svíar komust á tímabili 10 mörk yfir okkur frónverja og hreinlega söltuðu okkur ofan í tunnu og hleyptu okkur aldrei upp þaðan aftur (Sósi var reyndar búin að spá fyrir um ósköpin). En betur má ef duga skal og er Sósi á því að "strákarnir okkar" finni leiðina að sigri gegna Slóvökum og valti síðan yfir Frakka í lokaleik okkar í undanriðlinum.

Engin ummæli: