mánudagur, mars 05, 2007

Ívar Webbster í slæmum málum!

Hinn snoppufríði blökkumaður Ívar Webbster var í gær handtekinn af lögreglunni á Ísafirði og stungið í steininn vegna illrar meðferðar á tönnum sínum. "Kallinn hefur ekki hirrt í sér tennurnar svo árum skiptir" sagði hinn skeleggi lögreglumaður Hjörtu Bender er Sósi sló á þráðinn vestur í morgun. "Það er ekki hægt að láta kallinn ganga lausann og geyfla sig framan í bæjarbúa. Lyktin út úr karlinum er eins og þegar lyktin gat orðið verst er síldarbræðslan var og hét" sagði Hjörtur enn fremur og vildi lítið annað um málið segja. Þessi mynd birtist í staðarblaðinu af Webster þar sem fólk var vinsamlegast beðið um að forðast hann eins og heitan eldinn ella lenda í svaðalegri andremmu.

Meira vesenið alltaf hreint á þessum blökkusu........

37 ára afmælisveisla Otto Tynes fór böndunum!
Hinn geðþekki og skeleggi auglýsingastrákur Otto Tynes hélt upp á 37 ára afmæli sitt um helgina með poppi og snakk. Sósa var að sjálfsögðu boðið í veisluna en gat ekki látið sjá sig vegna anna í veislu hjá Jórunni Loðmfjörð Pálsdóttur (43). Samkvæmt útsendurum Sósa.is fór víst allt úr böndunum í veislunni hjá Otto og fóru menn eins og Sprelías Illugason svo svakalega á skallarassgatið að annað eins hefur ekki sést (ekki einu sinni í Rússlandi). Endaði partýið með því að Davíð Magnússona fyrrverandi gítarleikari í E-X inu fór með alla strákana til Rússlands og þar eru þeir víst enn. Þessa mynd fékk Sósi senda í morgun frá AP fréttastofunni, en á henni má sjá Sprelías ásamt yfirmanni sínum í rússneska hernum á rassgatinu á leiðinni til Síberíu (Elli þó!). Elli sendi víst sms á Birnu sína í morgun og í því stóð "Er í Russlandi Birna mín, reikna með að koma heim með vorinu" Birna er víst brjáluð!

fimmtudagur, mars 01, 2007


"Ógislega töff í Blökkusurtalandi"

Sósa var að berast þær fregnir til eyrna að Lommukvikndið og Brynja væru hættar hjá Eddu útgáfu.
Sósi fór því á stúfana til þess að ná tali af þeim stöllum. Það reyndist þrautinni þyngri en að lokum fann Sósi þær í svörtustu Afríku að tína hrútaskít í bastkörfur. Sósa lék forvitni á að vita hvurs vegna þær hefðu hætt hjá hinu vel stönduga útgáfufyrirtæki og farið í hrútaskítinn, og kastaði því þessari spurningu fram, "hvað hefur hrútaskíturinn fram yfir heimsbókmenntir?". Ekki stóð á svari hjá þeim stöllum, "það er svo sem enginn munur, hrútaskíturinn heillaði bara meira" Stelpulufsurnar er síðan búnar að fara í lengingu að hætti innfæddra of fannst Sósa þær vera "ógislega töff".

föstudagur, janúar 12, 2007


Djöfuls fyllerí alltaf hreint þarna í Rússlandi!

Danmörk

Sósi og Lommukvikindið skruppu til kóngsins Köbenhavn skömmu fyrir jólin og tóku allann krakkaskrílinn með sér. Ætlunin var að fara í Tívolí, hafa það huggó og sleppa öllu búðarrápi. Ekki fór þó betur en svo enn að Lommukvikindið og sonur hennar Geðsiggi sáust varla í ferðinni vegna þess hversu sólgin þau eru í ný föt og bakkelsi. Héngu þau feðginin í Hannes og Smáritz allann liðlangann daginn og þess á milli úðuðu þau í sig bakkelsi og allskonar sælgæti svo þau hefðu næga orku til að halda áfram búðarrápinu. Þetta fór mjög í skapið á Sósa gamla og hékk hann því bara á börunum og góndi út í loftið. Þessi mynd var tekinn af Geðsigga þegar hann var með mömmu sinni í HM, kellinginn verslaði og verslaði á meðan Geðsiggi saug á sleikjónum af áfergju.

mánudagur, nóvember 06, 2006

Sósi heldu betur bætt á sig!

Þessi mynd náðist af Sósa í Borgarnesi fyrir utan gamla Alþýðubandalagshúsið þar sem hann var að gera sig klárann fyrir rjúpnaveiðitúr sem hann var að fara í með félögum sínum.

föstudagur, nóvember 03, 2006

Djöfuls fyllerí alltaf hreint þarna í Rússlandi.
Oliver kosinn maður ársins eða "Man of the Year" í FrakklandiOlivier var rétt í þessu kosin maður ársins í heimalandi sínu Frakklandi. Hann varð fyrir valinu eftir að alþjóðleg dómnefnd hafði farið yfir myndir sem sendar voru í samkeppnina. María systir sendi víst þessa mynd inn, en hún var víst mjög ósátt við það hvernig Olivier hegðaði sér í hjólreiðatúr á síðasta ári þar sem hann lét hana sofa fyrir utan Rúmfatalagerstjaldið sem hann hafði dröslað með sér frá Íslandi 2003, en svaf sjálfur inni í tjaldinu ásamt hjólinu sínu. Sósi er alvarlega að velta því fyrir sér að gera sér ferð til Frakklands og taka í lurginn á ódáminum.

fimmtudagur, nóvember 02, 2006

Elías gerir góðan díl á tombólu!

Þessi mynd var tekin af Elíasi er hann var að prufuróa bát sem hann keypti á tombólu gamalla sjómanna fyrr um daginn. Það var eftir því tekið að Elli lét Birnu róa en tók því sjálfur rólega í skut bátsins og klóraði sér makindalega í pungnum með glóandi tönn. Nokkrar rauðsokkur sem voru staddar á Reynisvatni í árlegri veiðiferð kölluðu að Sprelíasi að hann væri karlrembusvín. Hann lét það sem vind um seyru þjóta, opnaði einn kaldann og öskraði á Birnu "róðu kelling róðu".
Fyrsta Sósa bókin að koma út!

Sósi hefur haft fregnir af því að Edda Útgáfa hf. ætli sér að gefa út smásagnasafn upp úr ævintýrum Sósa í gegnum tíðina. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum er fyrsta Sósabókin farin í prentun og er von á henni í búðir nú fyrir jólin. Sósi misnotaði eiginkonu sína til þess að komast yfir kafla úr bókinu "Sósi fer í veislu". Þessi fyrsta bók er skrifuð af Dröbbunni og er hún því ábyrg fyrir þessum kafla er birtist hér á eftir.

Bjarki og Sósi sofa svefni hinna drykkfelldu

"Dag einn er Sósa boðið í veislu. Þetta er mjög þjóðleg veisla og er uppáhaldsmatur Sósa á borðum – Sósi borðar mikið og Lomma líka, Lomma borðar meira en Sósi en hún spýtir ... Það er mikið fjör í veislunni og Sósi er ákveðinn í að fá sér svona pils eins og húsráðandinn var í ... Sósi smakkaði rosalega góðan drykk, sem kallast Grappa, hann drakk mikið af honum ...

Lomma var ofsa dugleg að dansa og tók sig vel út á naríunum ... en hvað er þetta er hún búin að verpa á sig eins gerðist einu sinni? Vinur Sósa, Sæti, var í miklu friðarskapi ... og ekkert að stríða Sósa

Heilinn var líka að dansa og slæðudansinn var henni mjög að skapi og Sósa fannst mjög gaman að horfa á slæðudansinn. Svo átti Sósi líka vini sem virtu hann ekki viðlits, voru bara að skilja hann útundan ... það fannst honum leiðinlegt og þau væri bæði, lítil, ljót, feit og í marki ... En besti vinur Sósa var þó Sunderland sem hér eftir mun alltaf vera besti, bestasti vinur hans og hann ætlar alltaf að koma í veislur til besta, bestasta vinar síns og næst ætlar hann að vera í pilsi eins og hann"
Davíð gómaður á stripp festivali í Montreal!
Þessi mynd var rétt í þessu að berast frá fréttaritara Sósa í Montreal. Þarna sér Sósi ekki betur en Davíð Vignir Magnússon sé með son sinn á einhverri stripp hátíð, hvur fjandinn. Ef Davíð væri ekki fluttur til Íslands þá hefði ég látið sækja hann til Kanada með valdi.
Elli í djörfum dans með frægri dífu!
Nú er búið að vera töluvert um væmnar fréttir hér á Sósi.is þannig að nú tökum við u-beygju. Þessa mynd fékk Sósi senda í tölvupósti um helgina. Þarna sjáum við Sprelías í ljótum leik með Madonnu og tveimur vinnufélögum sínum hjá PriceWaterbucket House of Frasier. Helv.. melurinn hefur því verið að skemmta sér í útlöndum án þess að láta Sósa vita og það mun hann fá borgað tilbaka þó síðar verði. Sósi gat nú ekki stillt sig um að slá á þráðinn hjá Neglunni og þá hafði hann þetta um málið að segja. "Blessaður mar, ég fór nú bara í dags skreppitúr með strákunum og þá hittum við óvart þessa elsku sem vildi allt fyrir okkur gera. Ég leifði henni því aðeins að klappa ljóninu og svo var það búið. Einar varð bara aðeins of fullur og þegar það gerist þá verður hann að rífa sig úr fötunum, þetta var bara eitt af þessum skiptum" sagði Elías og svo var hann rokinn út í sjoppu að kaupa sér eilífðarkúlu og monzter fizz.

miðvikudagur, nóvember 01, 2006

Karolina Katla Oliversdottir is born!

Litla stýrið fæddist kl. 12:45 að frönskum tíma þann 21. okt. síðastliðinn. Hún var rúm 3,5 kg. og heilsast henni og móður Maríu vel að sögn innfæddra. Við hér á Sósi.is óskum Oliversson family alls hins besta og vonum að þau ali barnið upp við Guðhræðslu og góða siði.

Yfir og út!



Saga sæta 4 ára!

Þann 30. október síðastliðinn varð Saga okkar 4.ára og hélt hún upp á afmælið sitt á Fossagötunni með pompi og prakt. Móðir hennar frú Rakel Loðmfjörð sá um veigarnar og fórst það henni einkar vel úr hendi. Var það mál manna að aldrei hefði verið borin fram jafn glæsileg afmælisterta og við þetta tilefni. Við hér á Sósi.is óskum því Lommunni til hamingju með árangurinn og Sögu með afmælið, þær lengi lfi, húrra, húrra, húrra!


miðvikudagur, október 25, 2006

Rakel og Donald Krump

Donald bauð síðan Lommunni upp í dans eftir matinn og lét vel af kellingunni. Lomman lét nú ekki eins vel af gamla hróinu, fannst hann illa lyktandi og kollan hans flæktist alltaf í eyrnalokknum.


Þökk sé Donald Krump!

Þessi mynd er tekin úr hóteli sem heitir Mandarín eitthvað. Þarna fengum við okkur síðdegisverð og svellkallt hvítvín ásamt Donald Trump og druslunni hans. Donald var bara hress og bað að heilsa til Íslands. Hann lét okkur hafa smá skilding svo við gætum greitt fyrir reikninginn.
New York, New York!

Sósinn og Lomman hans skruppu mjög svo óvænt til New York um helgina og skemmtu sér stórkostlega. Þessi borg er alveg geggjuð og ekki mun líða langur tími þangað til parið heimsækir New Yorkbúa heim aftur. Við tókum túristarúntinn á þetta fyrsta daginn, fórum og skoðuðum svæðið þar sem turnarnir hrundu 9/11, frelsisstyttuna og Ellis Island, Time Square, Wall Street og bara allann pakkann. Fórum fínt út að borða og drukkum mikið GOGT, bjór, hvítvín, Bloody Mary en slepptum Grappa í þetta skiptið. Við versluðum slatta en fórum þó ekkert yfir strikið. Sem sagt, skemmtum okkur vel með góðum félögum og ætlum okkur að koma aftur mjög fljótlega.

miðvikudagur, október 18, 2006

Það er fallegt á Grænlandi!


Sósi slafrar í sig eista á Grænlandi!

Það er ýmslegt sem menn láta plata sig út í. Sósi lét Svenna plata sig til þess að kyngja eistanu úr tarfinum sem hann skaut á Grænlandi. Svenni laug því að Sósa að það væri siður að slafra í sig kynfærunum eftir að maður skyti sitt fyrsta dýr. Sósi kann Svenna litlar þakkir fyrir og hugsar honum þegjandi þörfina.

Sósi skýtur allt í spað á Grænlandi! Sósi fór til Grænlands á dögunum í þeim tilgangi að veiða fisk og skjóta Hreindýr. Það heppnaðist vonum framar og veiddi Sósi tugi fiska og skaut 120 kg. tarf. Eins og Sósa einum er lagið skaut hann tarfinn með stæl þ.e.a.s. skaut hann í tætlur. Sósi skaut 7 skotum á kvikindið 4 þeirra hittu í mark en þrjú enduðu annað hvort í öðrum hreindýrum eða úti í sjó. Sósi skaut meðal annars hornið af tarfinum (sem hefur samkvæmt heimildum aldrei verið gert svo lengi sem elstu menn muna) skaut það í nefið, rassgatið og að lokum í miltað. Eftir þennan atgang Sósa var þó tarfurinn ekki dauður og endaði með því að Sósi þurfti að stinga hníf í heilann á dýrinu og skera það á háls. Annars var þessi ferð eitt ævintýri og góðir félagar með í ferð.