föstudagur, janúar 12, 2007


Danmörk

Sósi og Lommukvikindið skruppu til kóngsins Köbenhavn skömmu fyrir jólin og tóku allann krakkaskrílinn með sér. Ætlunin var að fara í Tívolí, hafa það huggó og sleppa öllu búðarrápi. Ekki fór þó betur en svo enn að Lommukvikindið og sonur hennar Geðsiggi sáust varla í ferðinni vegna þess hversu sólgin þau eru í ný föt og bakkelsi. Héngu þau feðginin í Hannes og Smáritz allann liðlangann daginn og þess á milli úðuðu þau í sig bakkelsi og allskonar sælgæti svo þau hefðu næga orku til að halda áfram búðarrápinu. Þetta fór mjög í skapið á Sósa gamla og hékk hann því bara á börunum og góndi út í loftið. Þessi mynd var tekinn af Geðsigga þegar hann var með mömmu sinni í HM, kellinginn verslaði og verslaði á meðan Geðsiggi saug á sleikjónum af áfergju.

Engin ummæli: