
"You can live to be a hundred if you give up all the things that make you want to live to be a hundred"
þriðjudagur, september 27, 2011
þriðjudagur, maí 10, 2011

Sósi hefur komist að því í gegnum tengslanet sitt í Pakistan, að Osama Bin Laden hafi ekki safnast til feðra sinna eins látið hefur verið að liggja í vestrænum fjölmiðlum. Þessa mynd fékk Sósi senda frá velgjörðarmanni sínum í Pakistan, en hún sýnir Bin Laden stripplast um á tittlingnum með svila sínum Hæl Gebrassílassí í rotþró einhver staðar lengst í rassgati.

Það hefur ekki alveg gengið nógu vel í átakinu Karlaklefinn sem Einar Bárðarsson lét plata sig út í af atvinnu boltakastaranum og vöðvabúntinu Loga Geirssyni. Einar hefur nú skrópað í hvern einasta tíma sem Logi hefur sagt honum að mæta í og hefur bætt á sig nokkrum dúsínum af spiki frá því átakið hóf göngu sína. Er Sósi spurði Loga hverju sætti þá gat hann hvorki mælt né skræmt af vonbrigðum. Sósi sá að Einar sat þar skammt frá með bjór og beikon og veinaði úr hlátri yfir þessu öllu saman.
miðvikudagur, apríl 27, 2011

Hinn ástsjúki pornoprestur Gunnar á klossunum mætti til yfirheyrslu til lögreglu nú í morgunsárið útaf meintu konfektfikti fyrir 20 árum síðan. Gunnar kom þó að lokuðum dyrum (allavega aðalinngangi) því þar hafði Lögreglan sett kross fyrir dyrnar og varnað honum inngöngu. "Ég skil bara hvorki upp né til hliðar í þessu" sagði Gunnar við Sósa.is sem að sjálfsögðu var mættur á staðinn. "Hvað með þetta meinta konfektfikt Gunnar" spurði blaðamaður þá Gunnar sem virkaði verulega úrillir og skapstyggur svona í morgunsárið. "Ég var gripinn nokkrum sinnum með lúkurnar í konfektkrukkunni þegar ég var óharðnaður maður. Hver hefur svo sem ekki lennt í því?" veinaði Gunnar eins og loðinbarði úr Star Wars þríleiknum en Gunnar hefur einmitt lagt sig í líma við að líkjast frá því hann sá fyrstu myndina í bíó fyrir um ári síðan. "Ég hef meira að segja heyrt að menn hafi lennt í framhjáhaldi, af hverju fjallið þið ekki um það, helv... blaðasnápar" orgaði Gunnar að lokum svo undirtók í dræsunum, hórunum og helv.. kommunum sem voru þarna allt í kring og alltumlykjandi.

Hinn alræmdi hrunkóngur Elías Von Dirty sem flúði af landi brott í kjölfar hrunsins 2008 er nú kominn í leitirnar. Von Dirty sem er hvað frægastur fyrir að hafa efnast gríðarlega á fáránlega skömmum tíma og hafa síðan tapað öllum þeim gróða og öllum öðrum gróða sem fyrirfannst á landinu á ennþá skemmri tíma, náðist á mynd í páfagarði þegar Ólafur Bölvar og Ragnar Grímsson var þar í heimsókn fyrir skömmu. Svo virðist sem Von Dirty hafi náð að smygla sér inn í raðir sannkristinna múslimapáfa og sitji nú í hásæti sínu við páfagarð ofan á peningahaug sem eiga sér engin fordæmi. Er Sósi reyndi að spyrjast fyrir um kauða í páfagarði kom hann allstaðar að tómum kofanum. Sósi notaði því tækifærið og skaut spurningu að Von Dirty í framhjáhlaupi er hann skundaði framhjá blaðamönnum í skósíðum múslimapáfa kirtli. "Von Dirty, ertu hér á fölskum forsendum?" hrópaði Sósi yfir lýðinn í átt að hinum nýja íslenska múslimapáfa. "Eigi segi ég að ég megi eða eigi að svara slíkri spurningu. En eitt skaltu vita Sósi ljóti, að hér falla ekki öll vötn til Ísafjarðar" veinaði múslimapáfadjákninn Von Dirty svo undirtók í kirtlinum, krossinum og krókanthnetusnúðunum sem voru á boðstólnum:(
mánudagur, febrúar 28, 2011

Sósi rakst á V.I.P partýdrusluna Hildi Líf í Nauthólsvíkinni í morgun þar sem hún var að tana sig niður eftir ógeðspartýið um helgina. Sósa langaði til þess að vita hvernig til hefði tekist og gaf sig því á tal við drusluna. "Þetta var alveg ógislega skemmtilegt partý og við ætlum sko pottó að halta annað svona partý mjög fljótlega sko" sagði Hildur og sleikti á sér júgurinn sem voru farin að bráðna í sólinni. Er Sósi spurði hvort einhverjir frægir hefðu látið sjá sig þá veinaði partýbombann "Hva meinaru lúðinn þinn, ég og Linda Ýr vorum anna" svo undirtók í brjóstunum og gervi augnahárunum. Sósi tók að lokum hressilega í tútturnar á skrýmslinu að skilnaði og bað fyrir kveðju til Geira Gullfingurs.
fimmtudagur, desember 30, 2010
föstudagur, nóvember 19, 2010
fimmtudagur, nóvember 11, 2010

Þessari óborganlegu mynd af Einari Vilhjálmssyni náði Sósi á dögunum af kappanum er hann keppti á Ólympíuleikum símeiddra á eyjunni Mön. Einar kastaði vel yfir 2 metra á mótinu og er í stöðugri framför að eigin sögn. Er Sósi benti gamalmenninu á að Charlie Sheen hefði nú kastað upp lengra fyrir skemmstu, þá sturlaðist kappinn og veinaði "gull, silfur, brons bara pínu pons" svo undirtók í spjótinu, hattinum og verðlaunagripunum.

Allflestir landsmenn hafa nú beðið í nokkra mánuði með önd í hálsinum eftir nýju bókinni hennar Tobbu Marínós. Bókin sú atarna er nú komin í búðir og hefur Sósa verið sagt að fólk verði ekki fyrir vonbrigðum með bókina. Í bókinni fer Tobba yfir siðareglur sem allar alvöru dömur ættu að hafa í huga í samskiptum sínum við hitt kynið. Tobba fer t.d. í smáatriðum yfir það hvernig sjúga eigi lakkrísrör á fyrsta deiti, hvernig höndla eigi karlmannspung á þriðja deiti osfrv. Þetta er bók sem enginn órakaður ætti að láta fara fram hjá sér.
miðvikudagur, nóvember 10, 2010
Sósi fór í ræktina í vikunni sem er nú ekki í fáar sögur færandi. Þar heyrði hann á tala tveggja próteindúnka sem höfðu verið á hænsnaveiðum um síðustu helgi. Læt hér fylgja samtal þeirra á milli.
"Hvað segiru, var farið á rjúpu?"
"Já, skelltum okkur nokkrir félagarnir um síðustu helgi"
"Var eitthvað af fugli?"
"Já, við sáum einn 18 fugla hóp og svo tvo eins fugla hópa.
Við skutum allar úr eins fugla hópunum"
"Hvað segiru, var farið á rjúpu?"
"Já, skelltum okkur nokkrir félagarnir um síðustu helgi"
"Var eitthvað af fugli?"
"Já, við sáum einn 18 fugla hóp og svo tvo eins fugla hópa.
Við skutum allar úr eins fugla hópunum"

Hinn lífsglaði kærleikssnúður og frændi guðs almáttugs Snorri í Eden, framdi á dögunum ansi skemmtilegan gjörning á Klambratúninu í Reykjavík. Snorri sem kallaði gjörninginn "Góðærið tekið í görnina" sagði við Sósa.is að þetta hefði að öllu leiti tekist vel fyrir utan smá svöðusár á pung. Hér til hliðar má sjá Snorra með lilla ven á kafi í púströrinu á Range Rover.
Sósi gat ekki annað en spurt Snorra hvort að þetta væri nú ekki hálf kjánalegur gjörningur, en Snorri brást reiður við og veinaði á Sósa "Skiptu þér ekki af því sem þér kemur ekki við" svo undirtók í korselettinu og Klambratúninu.

Sturla Jónsson oft kenndur við vörubíl hefur ákveðið að bjóða krafta sína fram á stjórnlagaþingi. Sturla sem hefur verið greindur sem sturlaður hefur gengið til hinn ýmsu starfa í gegnum tíðina. Hann hefur t.d. keyrt trukk og komið fram sem trúður í barnaafmælum svo fátt eitt sé nefnt. Hér til hliðar sjáum við myndir af Sturlu, annars vegar sem trukk og hins vegar sem trúðs.

Sósa voru að berast þær fregnir núna ekki alls fyrir langa löngu að hvítflibbaraðmorðinginn Eva Joly hyggði á heimsyfirráð hvorki doldið né minna. Eva sem hefur verið í felum í helli í Andalúsíu síðastliðna 3 mánuði gerði þetta kunngjört á blaðamannfundi sem hún hélt ofan á jarðarkúlunni skömmu fyrir hádegi í hádeginu.
Sósi fékk að smella mynd af kvikindinu þar sem hún læsti krumlunum í Evrópu og Asíu og öskraði á bjagaðri fönsku með dönskum hreim svo undirtók í himingeimnum "heimsyfirráð eða dauði". Sósa rann kallt vatn milli rifs og rifja er hann horfði vanmáttugur á gjörninginn.

Nú er bæjarfógetinn Jón Gnarr búin að gefa það opinberlega út að hann ætli að sjá til þess að Bláfjöllunum okkar verði lokað í svona ca. tvö ár. Hvað er fógetapredatorinn eiginlega að hugsa, veit skepnan ekki að skíðaiðkun er allra meina bót? Sósa finnst að predatorinn ætti frekar að loka öllum bókasöfnum í borginni enda fær fólk bara í bakið af öllum þessum lestri.
fimmtudagur, febrúar 04, 2010
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)