fimmtudagur, nóvember 11, 2010

Loksins, loksins er hún komin!

Allflestir landsmenn hafa nú beðið í nokkra mánuði með önd í hálsinum eftir nýju bókinni hennar Tobbu Marínós. Bókin sú atarna er nú komin í búðir og hefur Sósa verið sagt að fólk verði ekki fyrir vonbrigðum með bókina. Í bókinni fer Tobba yfir siðareglur sem allar alvöru dömur ættu að hafa í huga í samskiptum sínum við hitt kynið. Tobba fer t.d. í smáatriðum yfir það hvernig sjúga eigi lakkrísrör á fyrsta deiti, hvernig höndla eigi karlmannspung á þriðja deiti osfrv. Þetta er bók sem enginn órakaður ætti að láta fara fram hjá sér.

Engin ummæli: