miðvikudagur, nóvember 10, 2010

Eva Joly hyggur á heimsyfirráð!

Sósa voru að berast þær fregnir núna ekki alls fyrir langa löngu að hvítflibbaraðmorðinginn Eva Joly hyggði á heimsyfirráð hvorki doldið né minna. Eva sem hefur verið í felum í helli í Andalúsíu síðastliðna 3 mánuði gerði þetta kunngjört á blaðamannfundi sem hún hélt ofan á jarðarkúlunni skömmu fyrir hádegi í hádeginu.
Sósi fékk að smella mynd af kvikindinu þar sem hún læsti krumlunum í Evrópu og Asíu og öskraði á bjagaðri fönsku með dönskum hreim svo undirtók í himingeimnum "heimsyfirráð eða dauði". Sósa rann kallt vatn milli rifs og rifja er hann horfði vanmáttugur á gjörninginn.

Engin ummæli: