miðvikudagur, apríl 27, 2011

Gunnar á klossunum settur kross fyrir dyrnar!

Hinn ástsjúki pornoprestur Gunnar á klossunum mætti til yfirheyrslu til lögreglu nú í morgunsárið útaf meintu konfektfikti fyrir 20 árum síðan. Gunnar kom þó að lokuðum dyrum (allavega aðalinngangi) því þar hafði Lögreglan sett kross fyrir dyrnar og varnað honum inngöngu. "Ég skil bara hvorki upp né til hliðar í þessu" sagði Gunnar við Sósa.is sem að sjálfsögðu var mættur á staðinn. "Hvað með þetta meinta konfektfikt Gunnar" spurði blaðamaður þá Gunnar sem virkaði verulega úrillir og skapstyggur svona í morgunsárið. "Ég var gripinn nokkrum sinnum með lúkurnar í konfektkrukkunni þegar ég var óharðnaður maður. Hver hefur svo sem ekki lennt í því?" veinaði Gunnar eins og loðinbarði úr Star Wars þríleiknum en Gunnar hefur einmitt lagt sig í líma við að líkjast frá því hann sá fyrstu myndina í bíó fyrir um ári síðan. "Ég hef meira að segja heyrt að menn hafi lennt í framhjáhaldi, af hverju fjallið þið ekki um það, helv... blaðasnápar" orgaði Gunnar að lokum svo undirtók í dræsunum, hórunum og helv.. kommunum sem voru þarna allt í kring og alltumlykjandi.

Engin ummæli: