miðvikudagur, febrúar 27, 2008


Friðrik Ómar búin að missa það?

Barnslegi sykursnúðurinn með silkiröddina og Júróvísjón frík númer eitt Friðrik Ómar Hjörleifsson virðist vera búin að missa vitið eftir samskipti sín við hljómsveitarmeðlimi Merzedes Club í úrslitakeppni laugardagslagana nú um helgina. Friðrik er nú búin að skrá nafn sitt úr símaskránni og hefur baðað sig í fullri tunnu af grút síðan á laugardaginn og aðstandendur eru felmtri slegnir. "Hann sem var alltaf svo prúður og vel lyktandi þessi glókollur, ég veit hreinlega ekki hvað hefur komið fyrir" sagði mamma Friðriks er ljósmyndari Sósa tók mynd af honum í tunnunni í morgun. Er tökulið Sósa var að hverfa á braut öskraði kvikindið úr tunnunni "Skín ei bjart í tómri tjöru" svo undirtók í g-strengnum, greinilega ekki með fullri meðvitund ranghvolfandi í sér augunum.

Engin ummæli: