Týnda myndin úr grettukeppninnni komin í leitirnar
Fyrir rúmum 15 árum síðan missti Davíð æskuvinur Sósa augað í hræðilegu slysi er hann var að vinna sem messagutti á línubát fyrir vestan.
Davíð tókst á við afleiðingar slyssins af mikilli karlmennsku og hefur ekki á neinn hátt látið afleiðingarnar há sér í einu né neinu. Davið er mikill húmoristi og átti hann það til að grínast á ótal vegu með þetta óhapp sitt. Eitt af uppáhalds uppátækjum hans, var að skora á menn í grettukeppni. Myndin hér til hliðar var tekin í fyrstu grettukeppninni sem haldin var heima hjá Dabba á Nönnustíg, en hún sýnir verðlaunagrettu Davíðs sem er ein sú svakalegasta sem sést hefur um víða veröld og þó víða væri leitað. Davíð átti síðan eftir að nota þessa grettu við ýmis önnur tækifæri samferða mönnum sínum til yndisauka.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli