Kaupsýslumaður kom að máli við Sósa og Lommu þegar þau voru á bæjarrölti í Barcelona um helgina og spurði hvort ekki væri hægt að plata þau í að sitja fyrir í einni auglýsingu eða svo fyrir eina flösku. Sósa og frú fannst það nú ekkert tiltökumál og slógu því til enda ekki á hverjum degi sem maður fær flösku hálf gefins. Er myndatökunni lauk vildu þau skötuhjú að sjálfsögðu fá laun erfiðis síns, og rukkuðu því kaupsýslumanninn um flöskuna. Kaupsýslumaðurinn tók vel í það, seildist ofan í vasa sinn og tók þar upp forláta flasskubb (átekinn) og rétti þeim skötuhjúum skellihlæjandi. Sósa og Lommu fannst þau svikinn af þessum viðskiptum en gátu svo sem ekkert gert til þess að rétta sinn hlut enda um munnlegan samning að ræða. Myndin að ofan er ein af þeim myndum sem birtast munu af parinu í erlendum glanstímaritum á næstunni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli