Svefnprófessorinn Karl Ægir Karlsson hefur sett sér það markmið að slá heimsmetið í að klára töfrateninginn á sem skemstum tíma, en metið er 37 sekúndur og var sett í síðustu viku af einhverjum Indverjaskratta. Karl Ægir sem hefur átt erfitt með svefn upp á síðkastið, notar nú hverja lausa mínútu til þess að æfa færni sína í lausn töfrateningsins. "Ég held ég hafi ekki sofið svona lítið í mörg ár" sagði Kalli er Sósi setti sig í samband við hann mjög svo undrandi á þessu nýja uppátæki kauða.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli