Sigurður Atlason Strandamaður og stórvinur Sósa sendi þessa mynd af sjálfum sér á dögunum, þar sem hann er staddur á einhverjum bar í Budapest. Sósa lék forvitni á að vita í hverju hann væri á myndinni og af hverju í andsk... hann væri í þessum ófögnuði. "Ég var náttúrulega rændur eina ferðina enn og átti því ekki í önnur föt að venda. Þetta dress fékk ég fyrir 10 slikk hjá götusala og var ég hæstánægður með þau kaup. Ég fékk óskipta athygli kvennpeningsins í þessu dressi og var meira að segja boðið upp á bjór af karlmanni, þannig að ég get ekki kvartað" sagði Siggi í stuttu samtali er Sósi sló á þráðinn til Budapest á dögunum. Siggi bað fyrir kærri kveðju til Íslands og vildi koma því á framfæri við aðstandendur sem eflaust hafa af honum miklar áhyggjur, að hann yndi hag sínum vel, ætti nóg af slikki og væri væntanlegur aftur til landsins í janúar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli