Hrun á hlutabréfamörkuðum rakin til eins manns
Eins og flestir hafa tekið eftir þá hafa hlutabréf á mörkuðum hér heima og erlendis tekið mikla dýfu undanfarið. Greiningardeildir bankanna rekja þessa miklu lækkun til eins manns og kenna honum alfarið um hrunið. Maður þessi ber nafnið Elías Óskar Illugason og hefur honum tekist einn síns liðs að knésetja helstu hlutabréfamarkaði heimsins á örskotsstundu með illa ígrunduðum kaupum í félögum sem eru á hraðri niðurleið í von um skjótfenginn gróða. Sprellinn eins og hann er oftast kallaður hefur eins og gefur að skilja ekki farið varhluta af þessum heimskulegu kaupum sínum sjálfur og hefur hann nánast tapað öllu sínu fé og það á mettíma. Kallinn virðist þó ekki dauður úr öllum æðum og er Sósi talaði við hann fyrir skömmu var hann á leið niður í kauphöll á reiðskjóta sem hann festi kaup á í morgun (búið að hirða af honum bílana) og tjáði hann Sósa að hann ætlaði sér að gera góðan díl á bréfum í Icelandair sem væru á spottprís eins og hann orðaði það.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli