"You can live to be a hundred if you give up all the things that make you want to live to be a hundred"
fimmtudagur, október 27, 2005
Elías komin á endastöð!
Elías Sprelías oft kallaður Elli negla er komin í meðferð útaf þeirri áráttu sinna að þurfa endalaust að gera grín að öllum hlutum. Ákvörðun um meðferð var víst tekin er hann og hjásvæfa hans Birna Bjöss voru á ferðalagi í Belgíu í síðasta mánuði. "Hann var búin að vera nokkuð góður alla ferðina, gerði bara grín stöku sinnum og þá þegar einhver sá hvorki né heyrði til. Steinin tók úr þegar hann á þriðja degi tók að gera óspart grín að öllum styttum bæjarins og var oft með kynferðislega tilburði í garð þeirra. Það var ömurlegt að horfa uppá þetta." sagði Birna miður sín við Sósa er hann hitti hana í pulsupartýi um helgina. Elías röltir nú um í slopp á Vogi og er í strangri gæslu Balds Brjánssonar fyrrverandi töframanns og grínista sem nú er meðferðarfulltrúi og hættur öllu gríni. "Hér kemst hann ekki upp með neitt múður, þegar menn er komnir út í þetta styttugrín þá eru þeir komnir að síðustu stoppustöðinni" sagði Baldur við Sósa er Sósi skaust upp á Vog með súkkulaðistykki handa sprellanum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli