Jón Jónsson stórvesír af Ströndum stýrir heimavörnum í heimabyggð!
(Jón helmassaður í túnfætinum heima)
Jón Jónsson frá Jónskoti, fræðimaður og búsmali hefur verið ráðin í sérverkefni af hálfu Hómavíkurhrepps. Sérverkefnið felst í því að koma saman heimavarnarliði sem standa á vörð um varnir hreppsins fyrir öllum hugsanlegum og óhugsanlegum óþjóðalýð. Þessi mynd var tekin af Jóni er hann stýrði sinni fyrstu þrekaæfingu í túnfætinum heima hjá sér. "Þessir kúkalabbar skulu sko fá að finna til tevatnsins, hér verður ekki beitt neinum vettlingatökum" sagði Jón við blaðamann Strandapóstsins er hann tók hús á Jóni nú í morgunsárið. Jón sjálfur ætti að ekki að vera á flæðiskeri staddur hvað varðar úthald, snerpu og styrk enda um margra áratuga skeið verið með kort í Strandasporti þar sem hann hefur iðkað allar þær íþróttir sem nöfnum kann að nefna við góðan orðstír.
1 ummæli:
Þetta er undursamlega dásamlegt
Skrifa ummæli