miðvikudagur, október 26, 2005




Jón Ásgerður hressir upp á ímynd sína!

Jón Ásgerður Spóason betur þekktur sem Nonni Rokk, hefur tekið að sér hlutverki í leikriti sem sett verður á fjalirnar í London næsta sumar. Stykkið sem hann hefur tekið sér hlutverk í heitir "Babylon" og mun Jón þar leika erkiengilinn og erkióvin hórunnar frá Babylon en hún var víst ekki við eina fjölina felld blessunin. "Ég er nú bara að kúpla mig frá allri þessari helvítis vitleysu sem hefur verið í gangi heima. Ég held að það fari mér ágætleg að leika engil, enda alltaf verið eins og ljós" sagði Jón við Sósa er Sósi sló á þráðinn til hans þar sem hann var staddur á æfingu í London. "Hórur eru hórum verstar" sagði Jón að lokum og hló geðveikislega í símtólið áður en hann skellti á.

Engin ummæli: